Gardasil 9
Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Mannapapillomaveira (HPV)
Markaðsleyfishafi: Merck Sharp & Dohme | Skráð: 1. apríl, 2018
Ár hvert greinast um 50.000 konur í Evrópu með leghálskrabbamein og um 25.000 deyja árlega. Hér á landi hefur leghálskrabbameinsleit staðið frá árinu 1964 og eru konur á aldrinum 20-69 ára boðaðar í skoðun á tveggja ára fresti. Árangur leitarinnar hefur margsannað sig. Gardasil 9er bóluefni sem er ætlað til forvarnar gegn leghálskrabbameini, forstigsbreytingum í leghálsi og kynfæravörtum hjá konum. Bóluefnið er unnið úr próteinögnum níu stofna mannapapillomaveiru (HPV), af gerð 6, 11, 16,18, 31, 33, 45, 52, 58. Lyfið er forvörn en ekki lækning.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf í vöðva.
Venjulegar skammtastærðir:
Bóluefnið er gefið í 2 eða 3 skömmtum.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Full verkun kemur fljótlega eftir að allir skammtarnir hafa verið gefnir.
Verkunartími:
A.m.k. 4,5 ár.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa.
Ef skammtur gleymist:
Ef seinni skammtur gleymist ber að gefa hann um leið og munað er eftir því þar sem möguleiki er að ekki hafi myndast nægilegt magn af mótefnum. Ekki má gefa tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki er talið æskilegt að hætta gjöf lyfsins fyrr en allir skammtar hafa verið gefnir þar sem líkur eru á að ekki hafi myndast nægilegt magn af mótefnum.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.
Langtímanotkun:
Meðferðin samanstendur af 2 eða 3 skömmtum.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll bóluefni getur þetta bóluefni valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Eftirfarandi eru algengar aukaverkanir sem geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hiti | ![]() |
![]() |
|||||
Höfuðverkur | ![]() |
![]() |
|||||
Ógleði | ![]() |
![]() |
|||||
Roði, bólga og eymsli á stungustað | ![]() |
![]() |
|||||
Sundl, þreyta | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Lyfið má ekki blanda í sömu sprautu við önnur bóluefni. Ónæmisbælandi lyf geta dregið úr áhrifum bólusetningarinnar.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með blæðingasjúkdóm
- þú sért með hita eða sýkingu
- þú sért með skert ónæmiskerfi
Meðganga:
Lyfið skal ekki gefa konum á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Óhætt er að gefa konum með barn á brjósti lyfið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað stúlkum yngri en 9 ára.
Eldra fólk:
Lyfið er venjulega ætlað konum yngri en 45 ára.
Akstur:
Áhrif lyfsins á akstur hafa ekki verið könnuð.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Adrenalín stungulyf verður að vera til staðar ef til bráðaofnæmis eða annarra ofnæmisviðbragða kemur. Bóluefnið má ekki gefa í æð, í húð eða undir húð.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.