Finasteride Medical Valley
Þvagfæralyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Fínasteríð
Markaðsleyfishafi: Medical Valley | Skráð: 1. maí, 2021
Finastedid er gefið karlmönnum með góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli og þvagtregðu vegna hennar. Stækkun blöðruhálskirtils er háð díhýdrótestósteróni, sem er virkara form karlhormónsins testósteróns. Virka efnið fínasteríð hindrar það að testósterón breytist í díhýdrótestósterón í líkamanum og vinnur þannig gegn vexti kirtilsins. Lyfið hefur lítil áhrif á aðra þætti sem stjórnast af testósterónmagni í líkamanum, svo sem frjósemi, vöðvastyrkleika, kynhvöt og kyngetu. Fínasteríð er stundum notað með lyfjum sem slaka á vöðvum í blöðruhálsi og blöðruhálskirtli. Með því að nota lyfin saman er slegið fyrr á einkennin en þegar fínasteríð er notað eitt og sér. Ekki er vitað hvort fínasteríð minnki líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Fínasteríð í styrkleikanum 1 mg er notað við skallamyndun.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
5 mg á dag. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi. Má hvorki brjóta þær né mylja.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif koma fram á nokkrum vikum. Kirtillinn minnkar hraðast á fyrstu 12 vikum meðferðar.
Verkunartími:
Áhrif á magn díhýdrótestósteróns í líkamanum vara í allt að 4 daga eftir stakan 5 mg skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með sjúklingi meðan á meðferð stendur til að meta áhrif lyfsins og hugsanlegar aukaverkanir.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru getuleysi og minnkuð kynhvöt (3-4%), í flestum tilfellum aðeins í upphafi meðferðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Getuleysi | |||||||
Minnkuð kynhvöt og sæðismyndun | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þunglyndi, kvíði, skapbreytingar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú eigir í erfiðleikum með að tæma þvagblöðruna alveg
- þú sért með þykkildi, verk eða stækkun á brjóstvef eða vökva frá geirvörtum
Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum. Þungaðar konur ættu að forðast alla snertingu við lyfið. Einnig ef rekkjunautur tekur inn lyfið skal forðast að komast í snertingu við lyfið því sæðið getur innihaldið lítið magn af lyfinu.
Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.
Annað:
Lyfið er ekki ætlað konum.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.