Ceftriaxon Fresenius Kabi

Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ceftríaxón

Markaðsleyfishafi: Fresenius Kabi AB | Skráð: 17. febrúar, 2022

Ceftriaxon Fresenius Kabi er sýklalyf í flokki lyfja sem kallast cefalóspórín. Það er er notað við meðferð bakteríusýkinga hjá fullorðnum og börnum. Virka efnið í lyfinu heitir ceftríaxón og það drepur bakteríur með því að hindra að þær geti myndað bakteríuvegg.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyfs-/innrennslisstofn.

Venjulegar skammtastærðir:
Ceftriaxon Fresenius Kabi er venjulega gefið af lækni eða hjúkrunarfræðingi. Það má gefa sem dreypi eða sem inndælingu beint í æð eða vöðva. Skammturinn fer eftir alvarleika og gerð sýkingar, hvort þú tekur önnur sýklalyf, þyngd þinni og aldri, ásamt því hve vel nýru og lifur starfar. Fjöldi daga eða vikna sem þú færð Ceftriaxon Fresenius Kabi fer eftir því hvers eðlis sýkingin er.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Verkunartími:
Einstaklingsbundið.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Tilbúna lausn má geyma í allt að 12 klst. við 25°C eða í 2 daga við 2°C til 8°C.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú færð ekki skammt á tilsettum tíma áttu að fá hana eins fljótt og auðið er. Ef stutt er til næstu inndælingar á þó að sleppa inndælingunni sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þér er gefinn stærri skammtur fyrir slysni en þú átt að fá skaltu hafa tafarlaust samband við lækninn eða næsta sjúkrahús.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Húðútbrot      
Höfuðverkur          
Niðurgangur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Ógleði, uppköst          
Sveppasýking          
Verkur á stungustað          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með eða hafir fengið gallsteina
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með ofnæmi fyrir pensilínlyfjum
  • þú sért með nýrnasteina
  • þú sért fyrirburi

Meðganga:
Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun ceftriaxons á meðgöngu. Ceftriaxon skal aðeins gefa á meðgöngu, einkum fyrsta þriðjungi meðgöngu, ef ávinningur af lyfinu vegur þyngra en áhættan.

Brjóstagjöf:
Ceftriaxon skilst út í brjóstamjólk en ekki er búist við neinum áhrifum á börn sem eru á brjósti við meðferðarskammta af ceftriaxoni.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum og fer skammturinn eftir alvarleika, næmi, staðsetningu og gerð sýkingar, auk aldurs og þyngdar.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Ceftriaxon Fresenius Kabi getur valdið sundli. Ef þú finnur fyrir sundli skaltu ekki aka eða nota tæki eða vélar.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.