Brintellix
Geðdeyfðarlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Vortioxetín
Markaðsleyfishafi: Lundbeck | Skráð: 1. október, 2014
Brintellix er notað til að meðhöndla alvarlegt þunglyndi hjá fullorðnum. Brintellix dregur úr fjölda þunglyndiseinkenna, þar með talið depurð, kvíðatilfinningu, svefntruflunum, minnkaðri matarlyst, einbeitingarörðugleikum, minnkuðu sjálfsáliti og minnkuðum áhuga á eftirlætisiðju. Brintellix inniheldur virka efnið vortioxetín. Vortioxetín virkar á taugaboðefni heilans og er talið hafa fjölþátta virkni og þá fyrst og fremst á serótónín en líklega einnig noradrenalín, dópamín, histamín, acetýlkólín, GABA og glútamatvirku kerfin.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
5-20 mg á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
2-4 vikur.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráð við lækni. Þegar hætta á notkun lyfsins skal minnka skammtinn smám saman samkvæmt leiðbeiningum læknis.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni eða lyfjafræðing ef stórir skammtar eru teknir eða ef óvenjuleg einkenni koma fram.
Langtímanotkun:
Endurmeta skal ávinning meðferðarinnar reglulega.
Aukaverkanir
Algengusta aukaverkun lyfsins er ógleði.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin svitamyndun | |||||||
Kláði | |||||||
Niðurgangur, hægðatregða | |||||||
Sjóntruflanir | |||||||
Skjálfti |
Milliverkanir
Jóhannesarjurt getur aukið líkur á krömpum.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Hjartamagnýl
- Litarex
- Persantin
- Rimactan
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Warfarin Teva
Getur haft áhrif á
- Almogran
- Cinacalcet STADA
- Cinacalcet WH
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Imigran
- Imigran Radis
- Maxalt Smelt
- Paxetin
- Rizatriptan Alvogen
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sufenta
- Sumatriptan Apofri
- Sumatriptan Bluefish
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gláku
- þú sért með háan blóðþrýsting eða hjartasjúkdóm
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hafir sögu um blæðingartilhneigingu
- þú hafir greinst með geðhæð eða geðhvarfasýki
Meðganga:
Ekki er mælt með notkun lyfsins nema læknirinn telji það bráðnauðsynleg.
Brjóstagjöf:
Ekki er mælt með notkun lyfsins nema í samráði við lækni.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema að vel athuguðu máli.
Eldra fólk:
Byrjað er á lægri skammti hjá eldri en 65 ára.
Akstur:
Brintellix hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og stjórnunar véla. Samt sem áður er mælt með
að sýna aðgát við slíkt í upphafi Brintellix meðferðar eða við skammtabreytingar.
Áfengi:
Almennt er mælt gegn því að neyta áfengis samhliða meðferð með geðdeyfðarlyfjum.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Mælt er með notkun í nokkra mánuði eftir að svörun hefur fengist til að forðast bakslag.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.