Apexxnar

Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Pneumokokka mótefnavakar

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 14. febrúar, 2022

Apexxnar er bóluefni gegn pneumókokkum. Það er gefið einstaklingum 18 ára og eldri til að hjálpa við að koma í veg fyrir sjúkdóma eins og lungnabólgu (sýkingu í lungum), sýklasótt (sepsis) eða bakteríudreyra (bakteríur í blóðrás) og heilahimnubólgu. Apexxnar er 20-gilt bóluefni sem þýðir að það veitir vörn gegn 20 gerðum Streptococcus pneumoniae bakteríunnar. Bóluefnið virkar með því að örva líkamann til að mynda eigin mótefni, sem vernda þig gegn þessum sjúkdómum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf, dreifa. Samtengt pneumókokkafjölsykrubóluefni (20-gilt).

Venjulegar skammtastærðir:
Ein inndæling af ráðlögðum skammti (0,5 ml) í axlavöðva.

Verkunartími:
Ekki hefur verið sýnt fram á þörf fyrir endurbólusetningu með öðrum skammti af Apexxnar.

Geymsla:
Geymið í kæli (2°C til 8°C). Nota skal Apexxnar eins fljótt og hægt er eftir að það hefur verið tekið úr kæli


Aukaverkanir

Eins og við á um öll bóluefni getur Apexxnar valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Látið lækninn vita tafarlaust ef vart verður við merki um eftirtalda alvarlega aukaverkun: þrota í andliti, vörum, munni tungu eða koki (bjúgur), andnauð (mæði), blásturshljóð í lungum (berkjukrampi) – þetta geta verið merki um alvarleg ofnæmisviðbrögð svo sem bráðaofnæmi, þ.m.t. lost.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti          
Höfuðverkur          
Óþægindi á stungustað          
Þreyta          
Liðverkir, vöðvaverkir          
Ógleði, niðurgangur, uppköst          
Útbrot og þroti í andliti, vörum, munni, tungu eða hálsi sem getur leitt til erfiðleika við að kyngja eða anda (ofsabjúgur)          
Kláði á stungustað, bólgnir eitlar í hálsi, handarkrika eða nára (eitlakvilli), ofsakláði á stungustað (ofsakláði) og kuldahrollur          

Milliverkanir

Mismunandi bóluefni sem gefin eru með sprautu á alltaf að gefa á mismunandi stungustaði.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með blæðingasjúkdóm
  • þú sért með hita eða sýkingu
  • þú sért með skert ónæmiskerfi

Meðganga:
Engar upplýsingar liggja fyrir.

Brjóstagjöf:
Áhætta ekki þekkt.

Börn:
Ekki ætlað börnum undir 18 ára aldri.

Akstur:
Apexxnar hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Hins vegar geta sumar aukaverkanir haft tímabundin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.