Pneumovax

Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Pneumokokka mótefnavakar

Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 1. nóvember, 2008

Pneumokokkar eru bakteríur sem eru ein algengasta orsök lungnabólgu en einnig geta þær valdið heilahimnubólgu, blóðsýkingu, miðeyrnabólgu og fleiri sjúkdómum. Bólusetningar gegn pneumokokkum eru nær eingöngu framkvæmdar hjá þeim sem taldir eru vera í áhættuhópi fyrir slíkum sýkingum. Í þeim hópi eru t.d. miltislausir einstaklingar, einstaklingar með skert ónæmiskerfi, langvarandi hjarta-, lungna- og nýrnasjúkdóm, með sykursýki eða áfengissýki og fólk sem býr eða vinnur í umhverfi þar sem aukin hætta er á pneumokokkasýkingum. Pneumovax er gert úr þeim 23 tegundum pneumokokka sem algengastir eru en alls eru þeir um 80-90 talsins.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í vöðva eða undir húð.

Venjulegar skammtastærðir:
Frumbólusetning: Einn skammtur gefinn einu sinni. Endurtekin bólusetning: Þeir sem eru í áhættuhópi með að fá pneumokokkasýkingu þurfa bólusetningu eftir 3-5 ár.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Full verkun fæst venjulega eftir 10-15 daga.

Verkunartími:
Bólusetningin dugir venjulega í 5 ár eða lengur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa.

Ef skammtur gleymist:
Ef seinni skammtur gleymist ber að gefa hann um leið og munað er eftir því þar sem möguleiki magn mótefna sé ekki nægilegt. Ekki má gefa tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Á ekki við.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Yfirleitt vægar og skammvinnar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti          
Roði, bólga og eymsli á stungustað          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Lyfið má ekki blanda í sömu sprautu við önnur bóluefni. Ef nota á önnur bóluefni þarf að nota aðra stungustaði. Þeir sem eru á ónæmisbælandi lyfjameðferð geta fengið minni mótefna svörun.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með hita eða sýkingu
  • þú sért með skert ónæmiskerfi
  • þú hafir áður verið bólusett/ur með pneumokokka bóluefni
  • þér hafi nýlega slegið niður af langvinnum sjúkdómi

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Adrenalín stungulyf verður að vera til staðar ef til bráðaofnæmis eða annarra ofnæmisviðbragða kemur. Bóluefnið má ekki gefa í æð eða í húð.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.