Lyfja opnar á Akureyri
Lyfja hefur opnað nýja verslun á Akureyri ásamt því að Heilsuhúsið opnar í Lyfju í breyttri mynd.
Lyfja á Akureyri býður upp á gott vöruúrval í verslununni og viðskiptavinir geta fengið heimsendingar á lyfseðilsskyldum lyfjum í gegnum Lyfju appið án aukakostnaðar. Opið er virka daga frá 9 – 18:30 og á laugardögum frá 11 – 16.
Lyfja á Akureyri býður upp á gott vöruúrval. Til dæmis mikið úrval af húðlækningavörum sem geta hjálpað til við unglingabólur, exem, rósroða og önnur þekkt húðvandamál. Einnig er hægt að kaupa DNA-sjálfspróf sem Lyfja býður í samvinnu við alþjóðlega fyrirtækið MyHeritage, en prófin gera viðskiptavinum kleift að kanna bakgrunn sinn og áhættu á ákveðnum sjúkdómum. Um tvenns konar próf er að ræða. Annað prófið segir til um uppruna og hjálpar fólki að kanna ættfræðilegan bakgrunn sinn, hitt prófið, „DNA and Health“, segir til um uppruna og genatíska áhættu þess að fólk þrói með sér ákveðin heilsufarsvandamál eða sjúkdóma. Heilsuhúsið, sem nú er staðsett er inni í verslun Lyfju, auðveldar viðskiptavinum val á heilsusamlegum og umhverfisvænum hreinlætis- og snyrtivörum. Vörur Heilsuhússins eru þekktar fyrir að vera náttúrulegar, hreinar og án aukaefna.
Lyfju appið er nú í boði á Akureyri, en appið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Markmið þess er að auðvelda kaup á lyfjum á sem öruggastan máta. Í Lyfju appinu geta viðskiptavinir gengið sjálfvirkt frá kaupum á lyfjum og fengið þau send heim án aukakostnaðar. Einnig geta viðskiptavinir valið að sækja pantanir í Lyfju á Akureyri með flýtiafgreiðslu.
- Ingvar Þór Guðjónsson lyfsali hjá Lyfju Akureyri"Við erum mjög spennt fyrir opnun Lyfju á Akureyri og munum bjóða upp á hjúkrunarþjónustu, sem ekki hefur verið í boði í apóteki á Akureyri til þessa. Einnig hefur notkunin á Lyfju appinu verið stöðugt að aukast og geta Akureyringar nú pantað lyf í gegnum appið og fengið heimsent án þess að greiða aukalega fyrir heimsendinguna."
- Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir umsjónarmaður Heilsuhússins á Akureyri."Við höldum áfram að bjóða sérfræðiþekkingu úr Heilsuhúsinu, en verðum nú í Lyfju. Þessi sameining færir okkur á stað þar sem lögð er áhersla á heildræna heilsu. Við erum spennt fyrir verkefninu og vonumst til að sjá sem flesta kíkja í heimsókn."