Líttu við í heilsufarsmælingu
Þú færð ráðgjöf sérþjálfaðra starfsmanna án tímabókunar í Lyfju um allt land. Við mælum blóðþrýsting, blóðfitu, blóðsykur og ummál.
Þú færð niðurstöður mælinga og ráðgjöf sérþjálfaðs starfsmanns út frá þínum niðurstöðum. Kynntu þér opnunartíma og hvar hægt er að mæta í heilsufarsmælingu. Hafðu í huga að fyrir mælingu á blóðsykri og blóðfitu er mikilvægt að koma á fastandi maga.
Staðsetning og afgreiðslutímar
- Lyfja Lágmúla kl. 8:00-16:00 virka daga
- Lyfja Smáratorgi kl. 8:00–16:00 virka daga
- Valin apótek Lyfju um land allt | Sjá apótek hér
Mælingar í boði:
- Blóðþrýstingsmæling
- Blóðsykursmæling
- Langtíma blóðsykursmæling (HbA1c)
- Blóðfitumæling
- Blóðrauðamæling
- Mæling á súrefnismettun í blóði
Hafðu í huga að fyrir mælingu á blóðsykri og blóðfitu er mikilvægt að koma á fastandi maga.
Verð á heilsufarsmælingum
MÆLING |
ALMENNT VERÐ | ÖRYRKJAR OG ELDRI BORGARAR |
Blóðþrýstingur | 779 kr. | 579 kr. |
Blóðsykur | 1.229 kr. | 998 kr. |
Langtíma blóðsykursmæling | 1.589 kr. | 1.269 kr. |
Blóðfita | 4.250 kr. | 3.685 kr. |
Blóðrauða | 1.229 kr. | 998 kr. |
Súrefnismettun í blóði |
779 kr. | 579 kr. |
Verð á heilsufarsmælingum sem teknar eru saman
Heilsufarsmælingar
|
|
Öryrkjar og eldri borgarar | |
---|---|---|---|
1 |
Blóðfita/kólesteról, blóðsykur, blóðþrýstingur, blóðrauði og ummálsmæling | Aðeins mælt í Lágmúla og á Smáratorgi |
4.990 kr. |
4.390 kr. |
2 |
Blóðfita/kólesteról, blóðsykur, blóðþrýstingur og ummálsmæling í völdum apótekum Lyfju, skoða lista hér |
4.690 kr. | 4.190 kr. |
Vissir þú að mælingar á blóðfitu, blóðþrýstingi og blóðsykri eru meginþættir í ráðgjöf þegar ráða á heilt um hjarta- og æðasjúkdóma?
Almennur fyrirvari: Heilsufarsmælingar á blóðþrýstingi, blóðfitu, blóðsykri getur verið gott að framkvæma reglulega. Niðurstöður eru ekki ætlaðar að koma í stað leiðbeininga frá lækni. Vörur og upplýsingar eru ætlaðar til almennra notkunar og ekki ætlaðar til að greina, lækna, meðhöndla eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða veita læknisráðgjöf. Séu gildi utan marka ráðleggjum við alltaf að leita læknis. Ef lyf eru tekin er mikilvægt að ráðfæra sig við lyfjafræðing eða lækni.
Viltu vita meira?
Sendu okkur tölvupóst á hjukrun@lyfja.is eða á netfangið smaratorg.hjukrun@lyfja.is. þú getur einnig haft samband við okkur á netspjalli Lyfju alla daga frá klukkan 10-22 alla daga.
Blóðþrýstingsmæling
Hvað er blóðþrýstingur?
Blóðþrýstingur er þrýstingur blóðs í slagæðum líkamans og er nauðsynlegur til að viðhalda blóðflæði til líffæranna. Þegar blóðþrýstingurinn er mældur fást tvö gildi, svokölluð efri og neðri mörk. Efri mörkin segja til um þrýstinginn í slagæðunum þegar hjartað dregst saman og er að dæla blóði út í æðar líkamans. Neðri mörkin segja til um þrýstinginn í slagæðunum þegar hjartað er í hvíld og fyllist af blóði.
Æskileg gildi blóðþrýstings eru 120/80 mmHg.
Hversvegna er mikilvægt að fylgjast með blóðþrýstingnum?
Með því að fylgjast reglulega með blóðþrýstingnum getur verið hægt að greina forstig ýmissa sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og nýrnasjúkdóma.
Hversu oft ætti að láta mæla?
Ef blóðþrýstingurinn er nálægt æskilegum gildum er gott að láta mæla hann árlega. Ef hann mælist undir 90/60 eða yfir 140/90 við endurteknar mælingar og einenni á borð við svima, yfirlið, höfuðverk /þyngsli yfir höfði, sjóntruflanir, mæði eða sljóleika er ráðlegt að leita til læknis.
Hvað þarf að hafa í huga fyrir mælingu?
Til að mælingin verði sem árangursríkust er mikilvægt að gefa sér góðan tíma og sitja í nokkrar mínútur áður en mælingin er framkvæmd.
Skoða töflu yfir heilsufarsmælingar hér
Blóðsykursmæling
Hvað er blóðsykur?
Glúkósi (blóðsykur) er einn mikilvægasti orkugjafi líkamans. Margir þættir hafa áhrif, s.s. líkamleg áreynsla, fæði, geta lifrar til að framleiða sykur og ýmis hormón, t.d. insúlín. Til að blóðsykurinn nýtist sem orkugjafi þarf hann að fara úr blóðinu inn í frumur líkamans fyrir tilstuðlan insúlíns sem er framleitt í briskirtlinum.
- Gildi blóðsykurs er breytilegt yfir daginn og er hæst eftir máltíðir og því er æskilegt að líði amk 2 klst frá síðustu máltíð áður en blóðsykur er mældur til að mælingin sé marktæk. Æskileg gildi fastandi blóðsykurs eru 3,6-6,0 mmól/L.
- Gildi langtíma blóðsykurs (HbA1C) gefur til kynna meðalstyrk glúkósa síðastliðnar 5-12 vikur og því er ekki þörf á að vera fastandi fyrir slíka mælingu. Æskileg gildi langtíma blóðsykurs hjá einstaklingum sem eru ekki með sykursýki eru 20-42 mmól/mól.
Hvers vegna er mikilvægt að fylgjast með blóðsykrinum?
Með því að fylgjast reglulega með blóðsykrinum getur verið hægt að greina forstig ýmissa sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og nýrnasjúkdóma. Ef blóðsykurinn er innan æskilegra marka er gott að láta mæla hann árlega. Til að mælingin sé marktæk er mikilvægt að vera fastandi í 2-4 klst. fyrir mælinguna.
Ef blóðsykurinn er innan æskilegra marka er gott að láta mæla hann árlega.
- Ef blóðsykurinn mælist undir 3,5 mmól/L er gott að fá sér sykur (t.d. þrúgusykur, banana, ávaxtasafa) strax til að hækka blóðsykurinn sérstaklega ef einkenni á borð við skjálfta, svita, höfuðverk, hjartsláttaóreglu og svima eru til staðar.
- Ef fastandi blóðsykurinn er yfir 6,0 mmól/L við endurteknar mælingar og einkenni á borð við þreytu, slen, tíð þvaglát, þorsta eða náladofi í fingrum er ráðlegt að láta mæla langtíma blóðsykur.
Blóðfitumæling
Hvað er blóðfita?
Kólesteról og þrýglýseríðar eru blóðfita líkamans og eru mikilvægt byggingarefni fyrir frumur okkar og nauðsynlegt við myndun margra hormóna. Kólesterólmagn í blóði er háð mataræði og framleiðslu lifrarinnar á því. Hækkun á kólesteróli í blóði er einkennalaus og því er mikilvægt að láta mæla kólesteról í blóði reglulega. Æskileg gildi kólesteróls eru:
Hversvegna er mikilvægt að fylgjast með blóðfitunni?
Með því að fylgjast reglulega með blóðfitunni getur verið hægt að greina forstig ýmissa sjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og nýrnasjúkdóma.
Hversu oft ætti að láta mæla?
Blóðfituhækkun er einkennalaus og því er mikilvægt að láta mæla hana reglulega. Mælt er með því að mæla hana árlega eftir 40 ára aldur ef hún er innan æskilegra marka en á 6 mánaða fresti ef hún mælist of há.
Hvað þarf að hafa í huga fyrir mælingu?
Til þess að mælingin sé marktæk er mikilvægt að vera fastandi í amk 9 klst. fyrir mælingu.
Blóðrauðamæling
Hvað er blóðrauði?
Blóðrauði eða hemóglóbín eru prótein sem eru í rauðum blóðkornum og er hlutverk þeirra að flytja súrefni frá lungunum til líffæra.
Hversvegna er mikilvægt að fylgjast með blóðrauðanum?
Með því að fylgjast reglulega blóðrauðanum getur verið hægt að skima fyrir sjúkdómum á borð við járnskortsblóðleysi og járnofhleðslu.
Hversu oft ætti að láta mæla?
Ef blóðrauðinn er innan æskilegra gilda er gott að láta mæla hann árlega. Ef hemóglóbín hjá konum mælist undir 100 g/L í endurteknum mælingum þrátt fyrir járninntöku eða yfir 170 g/l er ráðlegt að leita til læknis. Ef hemóglóbín hjá körlum mælist undir 110 g/l í endurteknum mælingum þrátt fyrir járninntöku eða yfir 190 g/l er ráðlegt að leita til læknis.
Hvað þarf að hafa í huga fyrir mælingu?
Ekki er þörf á undirbúningi fyrir þessa rannsókn.
Ummálsmæling
Skoða töflu yfir heilsufarsmælingar hér
Tafla yfir heilsufarsmælingar
Hvað er innri kviðfita?
Innri fita gegnir því hlutverki að vera einangrandi. Hún verndar líffæri líkamans og er því nauðsynleg í réttu magni. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að of mikil innri kviðfita getur aukið hættu á ýmsum sjúkdómum, s.s. hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki.
Hvers vegna er mikilvægt að fylgjast með blóðrauðanum?
Mælingar á hlutfallinu á milli ummáls mittis og mjaðma hefur reynst góður mælikvarði á hvort aukin hætta sé á að þróa með sér þessa sjúkdóma.
Hversu oft ætti að láta mæla?
Athugið að ummálsmælingu ætti ekki að nota eina og sér til að skima fyrir hjarta- og æðasjúkdómum heldur getur hún verið gagnleg samhliða mælingum á blóðþrýstingi, blóðsykri og blóðfitu.
Hvað þarf að hafa í huga fyrir mælingu?
Ekki er þörf á undirbúningi fyrir þessa rannsókn.
Ráðgefandi þættir
Í heilsufarsmælingunni mælum við blóðþrýsting, blóðsykur, blóðrauða og ummálsmælingu. Þessir þættir eru mikilvægir til að meta alhliða heilbrigði og geta verið góður mælikvarði á hvort aukin hætta sé að þú þróir með þér sjúkdóma ss. hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og nýrnasjúkdóma. Það eru ákveðnir lífstílsþættir sem skipta miklu máli þegar kemur að þessum algengustu sjúkdómum í dag:
1. HREYFING
Eftirfarandi viðmið og ráðleggingar gilda fyrir hreyfingu:
2. NÆRING
Eftirfarandi viðmið og ráðleggingar gilda fyrir næringu
D-vítamín:
3. SVEFN
Eftirfarandi viðmið og ráðleggingar gilda fyrir svefn
4. ANDLEG HEILSA
Eftirfarandi viðmið og ráðleggingar gilda fyrir streitu og jafnvægi
- Ef blóðsykurinn mælist undir 3,5 mmól/L er gott að fá sér sykur (t.d. þrúgusykur, banana, ávaxtasafa) strax til að hækka blóðsykurinn sérstaklega ef einkenni á borð við skjálfta, svita, höfuðverk, hjartsláttaóreglu og svima eru til staðar.
- Ef fastandi blóðsykurinn er yfir 6,0 mmól/L við endurteknar mælingar og einkenni á borð við þreytu, slen, tíð þvaglát, þorsta eða náladofi í fingrum er ráðlegt að láta mæla langtíma blóðsykur.
- Heildar kólesteról er undir 5,0 mmól/L
- HDL (góða kólesterólið) yfir 1,2 mmó/L hjá konum og 1,0 mmól/L hjá körlum
- LDl (slæma kólesterólið) undir 3,0 mmól/L
- Þrýglýseríðar undir 1,7 mmól/L
- Æskileg gildi eru 118-152 g/L hjá konum og 134-171 g/L hjá körlum.
- Æskileg hlutfall á milli mittis- og mjaðmaummáli sé yfir 0,85 cm hjá konum og yfir 0,9 cm hjá körlum.
- Hreyfa sig í 30 mínútúr á dag, hér er átt við hvaða hreyfingu sem er
- Ná upp púlsinum og svitnaðu amk 2x í viku
- Takmarka kyrrsetu yfir daginn, notaðu stigann í stað lyftu, stattyr upp og teygðu úr þér reglulega
- Borða fjölbreytta fæðu úr öllum fæðuflokkum
- Borða grænmeti og ávexti daglega
- Borða fisk amk 2x í viku
- Forðast unna matvöru
- Velja heilkorna- og trefjaríkan mat
- Drekka amk. 5 vatnsglös yfir daginn
- Nota dagsbirtuna til eins mikillar útiveru og þú getur
- Borða fæðu sem inniheldur mikið D-vítamín ss fisk og egg
- Taka D-vítamín sem fæðubót /10-70 ára = 600 AE, > 70 ára = 800 AE).
- Fullorðnir þurfa 7-9 tíma svefn á nóttu
- Halda svipaðri svefnrútínu alla daga vikunnar
- Hætta snjalltækjanotkun (bláljósabirta) amk 60 mín fyrir svefn
- Hafa dimmt og svalt í svefnherberginu
- Forðast koffín 8 klst fyrir svefn
- Forðast streituvaldandi þætti
- Stunda slökun/hugleiðslu/jóga
- Draga úr koffínneyslu
- Eyða tíma þínum í hluti sem veita þér ánægju og þú hefur gaman af