Rosazol

Húðlyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Metronidazol útvortis

Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 1. apríl, 2016

Kremið inniheldur sýklalyfið metonidazól sem einungis verkar gegn fáum tegundum örvera. Lyfið er notað við húðsjúkdómnum rósroða. Rósroði kemur einkum fram sem roði eða rauðir bólguhnúðar á enni, nefi, kinnum og höku. Rósroði er algengastur hjá konum milli 30 og 50 ára. Áður en meðferð með Rosazol kremi hefst skal læknir staðfesta sjúkdómsgreininguna. Ekki er ljóst hvort kremið verkar á rósroða með því að hafa áhrif á bakteríuflóru húðarinnar eða með annarri verkun á húðina. Ekki hefur verið sýnt fram á að kremið sé virkt gegn öðrum húðsjúkdómum eða sýkingum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Krem

Venjulegar skammtastærðir:
Venjulega er kremið borið á 2 svar á dag (að morgni og kvöldi) á þau svæði í andlitinu sem meðhöndla skal. Kremið er borið í þunnu lagi á húðina eftir að hún hefur verið hreinsuð vel. Notið milda sápu. Þú mátt nota snyrtivörur sem ekki valda bólum og hvorki þurrka húðina né draga hana saman eftir að Rosazol krem hefur verið borið á. Meðferð varir yfirleitt í þrjá til fjóra mánuði. Hafðu samband við lækninn ef þér finnst meðferðin ekki hjálpa.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Það er einstaklingsbunið.

Verkunartími:
2-5 dagar

Geymsla:
Geymið við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að nota Rosazol skalt þú bera það á strax og þú manst eftir því nema komið sé að næsta skammti. Berið ekki tvöfalt lag á í stað þess sem gleymdist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Engar sérstakar leiðbeiningar en oft er gott að draga smám saman úr skömmtun

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækninn, slysadeild eða lyfjafræðing ef þú hefur notað meira af Rosazol en stendur í fylgiseðlinum eða læknirinn hefur sagt til um og þú finnur fyrir óþægindum. Ekki eru þekkt nein eitrunaráhrif vegna of mikillar notkunar á Rosazol.

Langtímanotkun:
Lyf sem eru seld i lausasölu eru almennt ekki ætluð til langtímanotknunar nema læknir hafi ráðlagt það. Rósaroði er oft langvinnur og þarfnast stundum langtima meðferðar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breyting á bragðskyni          
Brunatilfinning í húð, kláði eða hörundsroði          
Ógleði          

Milliverkanir

Önnur lyf geta haft áhrif á verkun Rosazol og/eða Rosazol getur haft áhrif á verkun annarra lyfja. Yfirleitt hefur þetta ekki klíníska þýðingu. Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi ef þú óskar frekari upplýsinga.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Ekki er mælt með notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er mælt með notkun lyfsins með brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.