Zoladex (Lyfjaver)

Lyf með verkun á innkirtla | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Góserelín

Markaðsleyfishafi: Astra Zeneca | Skráð: 14. nóvember, 2022

Góserelín, virka efnið í Zoladex, er samtengt efni og líkist náttúrulegu hormóni sem hamlar testósterónframleiðslu. Góserelín lækkar styrk testósteróns í blóði hjá körlum, alveg niður í vönunarmörk og heldur þeim þar svo fremi sem lyfið sé gefið á þriggja mánaða fresti. Lyfið er notað til að meðhöndla krabbamein í blöðruhálskirtli. Góserelín minnkar styrk estradíóls í blóði kvenna og er notað við langt gengnu brjóstakrabbameini og til að slá á einkenni um legslímuvillu hjá konum. Þá er lyfið notað sem formeðferð í glasafrjóvgun.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Lyf í vef.

Venjulegar skammtastærðir:
3,6-7,2 mg á 28 daga fresti eða 10,8 mg á 3ja mánaða fresti.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 klst.

Verkunartími:
Nokkrar klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.

Langtímanotkun:
Fylgjast þarf sérstaklega með körlum sem hættir til að fá þvagrásarteppu.


Aukaverkanir

Sjaldgæft er að hætta þurfi meðferð vegna aukaverkana.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breyting á blóðþrýstingi          
Getuleysi, breyting á kynhvöt          
Hitakóf, svitamyndun          
Höfuðverkur og depurð hjá konum          
Spenna og eymsli í brjóstum          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Vöðvaverkir          
Þurrkur í leggöngum          

Milliverkanir

Lyfið má ekki nota með getnaðarvörnum sem innihalda hormón.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með þvagtregðu
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.