Wilzin

Meltingarfæra- og efnaskiptalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Zink

Markaðsleyfishafi: Recordati Rare Diseases | Skráð: 4. desember, 2023

Wilzin inniheldur zínk og er ætlað til meðferðar á Wilsons sjúkdómi. Wilsons er sjaldgæfur erfðagalli þar sem kopar skilst ekki út úr líkamanum eins og hann á að gera. Kopar safnast þá upp í líffærum eins og lifur, augum og heila. Þetta getur leitt til lifrarskemmta og taugaraskana. Wilzin kemur í veg fyrir frásog kopars í þörmum og kemur þannig í veg fyrir að kopar safnist upp í líkamanum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1-6 ára: 25 mg 2svar á dag. 6-16 ára, undir 57 kg: 25 mg 3svar á dag. 16 ára og eldri, ef þyngri en 57 kg: 50 mg 3svar á dag. Fullorðnir: 50 mg 3-5 sinnum á dag. Lyfið á að taka á fastandi maga a.m.k. 1 klst fyrir mat eða 2-3klst eftir mat.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki taka tvöfaldan skammt til að bæta upp fyrir þann skammt sem gleymdist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Leitið til læknis ef einkenna ofskammta koma fram: ógleði, uppköst og svimi.

Langtímanotkun:
Lyfið er ætlað til langtímanotkunar. Læknir gæti viljað senda þig í blóð og þvag rannsóknir regluega.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Magaóþægindi          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Má nota á meðgöngu samkvæmt læknisráði.

Brjóstagjöf:
Forðast skal að vera með barn á brjósti á meðan lyfið er tekið.

Börn:
Lyf gefið frá 1 árs, skammtar fara eftir aldri eða þyngd.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Íþróttir:
Lyfið má nota við keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.