Vistabel
Vöðvaslakandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Clostridium botulinum toxín-A
Markaðsleyfishafi: Allergan | Skráð: 1. febrúar, 2008
Vistabel er vöðvaslakandi lyf sem inniheldur toxín eða eitur sem framleitt er af bakteríunni Clostridium botulinum. Eitrið hefur þann eiginleika, þegar því er sprautað í vöðva, að hindra ákveðin taugaboðefni sem nefnast asetýlkólín sem veldur því að vöðvinn missir taugasamband og lamast. Lyfið er ætlað til að draga úr lóðréttum hrukkum, svokölluðum ennissléttuhrukkum, milli augabrúna, sem koma fram þegar hleypt er í brýrnar.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf í vöðva.
Venjulegar skammtastærðir:
0,1 ml í hvern af 5 stungustöðum. Einungis læknar sem hafa sérfræðikunnáttu á meðferðinni mega gefa lyfið.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið, en kemur þó yfirleitt fram innan viku frá inndælingu.
Verkunartími:
Einstaklingsbundinn, en getur varað í allt að 4 mánuði frá inndælingu.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2 8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Á ekki við.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Sjúklingur skal vera undir eftirliti læknis í nokkra daga.
Langtímanotkun:
Ef lyfið er gefið oftar en einu sinni þurfa a.m.k. 3 mánuðir að líða á milli meðferða.
Aukaverkanir
Almennt koma aukaverkanirnar fram á fyrstu dögunum eftir inndælingu og eru tímabundnar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Höfuðverkur | |||||||
Hörundsroði, verkur í andliti | |||||||
Kyngingar-, talerfiðleikar | |||||||
Lokbrá | |||||||
Sjóntruflanir | |||||||
Staðbundið vöðvamáttleysi | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með Eaton Lambert heilkenni
- þú sért með sögu um kyngingarerfiðleika eða ásvelgingu
- þú sért með sýkingu eða bólgu á stungustað
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Ekki er mælt með notkun lyfsins handa börnum.
Eldra fólk:
Ekki er mælt með notkun lyfsins handa fólki sem er eldra en 65 ára.
Akstur:
Lyfið getur valdið þróttleysi, máttleysi og sjóntruflunum. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Ekki er æskilegt að neyta áfengis á innspýtingardegi.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Adrenalín stungulyf verður að vera til staðar ef til bráðaofnæmis eða annarra ofnæmisviðbragða kemur.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.