Vermox
Ormalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Mebendazól
Markaðsleyfishafi: McNeil Sweden | Skráð: 1. desember, 1982
Mebendazól, virka efnið í Vermox, er breiðvirkt ormalyf og er það t.d. notað við njálg. Það eyðir ormunum með því að trufla meltingarstarfsemi þeirra og hefur auk þess áhrif á þroska eggja. Njálgur er lítill innyflaormur og er algengasta sníkjudýr hjá börnum og fullorðnum í löndum með svipað veðurfar og hjá okkur. Smitun verður á þann hátt að egg berst frá smituðum einstaklingi og í munn annars. Eggin klekjast fljótt út í meltingarfærunum og dýrin ná fullum þroska í neðri hluta þarmanna á 2-6 vikum. Kvendýrin skríða síðan út úr endaþarminum, oftast að næturlagi og verpa eggjum sínum í húðfellingar og festa þau þar með límkenndu efni. Hreyfingar ormanna og límið sem þeir festa eggin með valda kláða. Ekki er með vissu vitað til þess að njálgur valdi öðrum óþægindum en kláða og margir þeirra sem ganga með njálg hafa engin einkenni. Spóluormasýking, bandormasýking og sullaveiki eru mjög sjaldgæfar hér á landi en þessar sýkingar verða vanalega þegar menn umgangast sýkt dýr.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur og mixtúra til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn, við njálg: 100 mg einu sinni. Endurtakist eftir 2-3 vikur. Við spóluormum og þráðormasýkingu: 100 mg í senn 2svar á dag í 3 daga í röð. Við sullaveiki: 200 mg í senn 2svar á dag í 3 daga í röð. Mixtúran hristist fyrir notkun.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því við hvaða ormum lyfið er notað.
Verkunartími:
Misjafn eftir því við hvaða ormum lyfið er notað.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er tekið við tilfallandi sýkingu.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Lyfið er aðeins tekið við tilfallandi sýkingu.
Aukaverkanir
Aukaverkanir af völdum lyfsins eru sjaldgæfar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Æskilegt er að allir fjölskyldumeðlimir séu meðhöndlaðir.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.