Vectavir

Sýklalyf húðlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt. Heimilt er að selja takmarkað magn af lyfinu í lausasölu

Virkt innihaldsefni: Pencíklóvír

Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare | Skráð: 1. apríl, 1997

Vectavir er notað við veirusýkingum. Virka efnið pencíklóvír hindrar myndun á erfðaefni herpesveira og stöðvar fjölgun þeirra. Þegar veirufjölgun er stöðvuð er auðveldara fyrir ónæmiskerfi líkamans að vinna á sýkingunni. Ekki er æskilegt að mikið ónæmisbældir einstaklingar noti lyfið eins og t.d. alnæmissjúklingar. Hinir sömu gætu þó þurft að nota lyfið til langs tíma þar sem þeir ná síður að vinna á veirunni og er hættara en öðrum að mynd þol fyrir lyfinu. Lyfið hefur mest áhrif ef það er notað strax í upphafi sýkingar, eða á meðan veiran er ennþá að fjölga sér. Pencíklóvír er notað við áblæstri á vörum (frunsu) eða í andliti af völdum herpesveira. Lyfið á ekki að nota á slímhúð eða í eða nálægt augum. Athugið að veiran er smitandi meðan sár af völdum sýkingarinnar eru til staðar, líka þótt lyfið sé notað.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis krem.

Venjulegar skammtastærðir:
Borið á sýkt svæði á u.þ.b. 2ja klst. fresti yfir daginn. Meðferð ætti að hefja sem fyrst eftir að einkenni sýkingar koma fram. Meðferð ætti að standa yfir í 4 daga.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif geta komið fram innan sólarhrings.

Verkunartími:
Um 12 klst. eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notaðu lyfið í 4 daga eða eins lengi og læknir segir til um. Annars er aukin hætta á að frunsan komi aftur.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Lítil hætta er á öðrum einkennum en staðbundinni ertingu undan kreminu.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Rannsóknir sýna að enginn munur er á aukaverkunum hjá einstaklingum sem fengu lyfið og þeim sem fengu lyfleysu (krem sem inniheldur ekkert virkt efni). Færri en 3% einstaklinga finna fyrir ertingu á þeim stað sem lyfið er borið á.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Sviði, roði eða stingir á notkunarstað          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.