VaxigripTetra

Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Inflúensu mótefnavakar

Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 1. júní, 2020

Inflúensa er veirusýking sem kemur hér á hverju ári og þá einkum á veturna frá október til mars. Helstu einkenni eru hár hiti, kulda- og hitahrollur, vöðva- og liðverkir. Einnig geta fylgt þessu hósti, nefrennsli, nefstífla og óþægindi í hálsi. Alvarlegir fylgikvillar geta fylgt inflúensunni, eins og t.d. lungnabólga. Þeir eru algengari hjá eldra fólki, einstaklingum með skert ónæmiskerfi, undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og nýrnasjúkdóma. Vaxigrip Tetra inniheldur hreinsuð prótein sem eru einangruð af yfirborði inflúensuveirunnar og eiga þau að örva líkamann til þess að mynda vörn gegn veirunni án þess að fólk veikist. Bóluefnið inniheldur 4 veirustofna, 2 undirgerði af inflúensu A veiru og 2 af undirgerð inflúensu B veiru.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í vöðva eða djúpt undir húð.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn 6 mánaða og eldri: Einn skammtur gefinn en börn yngri en 9 ára sem ekki hafa áður verið bólusett áður skulu fá annan skammt eftir minnst 4 vikur.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
2-3 vikur.

Verkunartími:
6-12 mánuðir.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum, varið ljósi, á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa.

Ef skammtur gleymist:
Á ekki við þar sem lyfið er bara gefið einu sinni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er aðeins gefið einu sinni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Algengar aukaverkanir hverfa vanalega innan nokkra daga og eru yfirleitt vægar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Hiti, slappleiki, þreyta          
Höfuðverkur          
Krampar        
Roði, bólga og eymsli á stungustað          
Svitamyndun          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar        
Verkur á stungustað          
Vöðvaverkir, liðverkir          
Hröð og grunn öndun, hraður og veikur hjartsláttur, köld og þvöl húð og sundl        

Milliverkanir

Lyfið má ekki blanda í sömu sprautu við önnur bóluefni. Ef nota á önnur bóluefni þarf að nota aðra stungustaði. Þeir sem eru á ónæmisbælandi meðferð geta fengið minni mótefnasvörun.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með blæðingasjúkdóm
  • þú sért með hita eða sýkingu
  • þú sért með skert ónæmiskerfi
  • þú sért með ofnæmi fyrir eggjum eða kjúklingi

Meðganga:
Bóluefnið má nota á öllum stigum meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Konur með barn á brjósti mega fá lyfið.

Börn:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 6 mánaða.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Adrenalín stungulyf verður að vera til staðar ef til bráðaofnæmis eða annarra ofnæmisviðbragða kemur. Bóluefnið má ekki gefa í æð.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.