Terrosa

Lyf sem verka á kalsíumjafnvægi líkamans | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Teríparatíð

Markaðsleyfishafi: Gedeon Richter Plc | Skráð: 4. janúar, 2017

Terrosa, sem inniheldur virka efnið teríparatíð, er notað við beinþynningu hjá fullorðnum. Lyfið er beinmyndandi og eykur líka styrk og þéttleika beinanna. Lyfið stjórnar fyrst og fremst efnaskiptum kalks og fosfats í beinum og nýrum. Það örvar beinmyndun með beinum áhrifum á beinmyndandi frumur, eykur óbeint frásog kalks frá þörmum og eykur endurfrásog kalks og útskilnað fosfats frá nýrum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf.

Venjulegar skammtastærðir:
20 míkrógrömm á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekktur.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekkt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Mælt er með kalki og D-vítamíni fyrir þá sem fá lítið af því úr fæðu.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nota má lyfið í allt að 28 daga eftir fyrstu notkun svo fremi sem það er geymt í kæli. Má ekki frjósa.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að sprauta þig eða getur ekki notað lyfið á vanalegum tíma, skaltu sprauta þig eins fljótt og auðið er þann daginn. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Ekki má nota fleiri en eina inndælingu á dag.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Hafðu samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú hefur, fyrir mistök, notað of mikið af Terrosa. Áhrif ofskömmtunar sem búast má við geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sundl og höfuðverkur.

Langtímanotkun:
Hámarks meðferðarlengd með Terrosa er 24 mánuðir.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanirnar eru ógleði, verkir í útlimum, höfuðverkur og svimi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin svitamyndun          
Blóðleysi          
Brjóstsviði          
Hjartsláttarónot          
Höfuðverkur, svimi, þreyta          
Lágur blóðþrýstingur          
Ógleði og uppköst          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkir, roði og bólga á stungustað          
Verkur fyrir brjósti, mæði        
Vöðvakrampar          
Þunglyndi          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með sögu um hækkun kalks í blóði
  • þú sért með efnaskiptasjúkdóm í beinum
  • þú hafir farið í geislameðferð
  • þú sért með nýrnasteina

Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið á ekki að nota samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum eða ungum einstaklingum með opnar vaxtalínur.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og réttstöðuþrýstingsfalli. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Ef lausnin er skýjuð, lituð eða inniheldur agnir er lyfið ónothæft.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.