Tenutex
Lyf gegn útvortis sníkjudýrum | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Benzýlbenzóat Dísúlfíram_
Markaðsleyfishafi: Bioglan | Skráð: 1. desember, 1997
Tenutex inniheldur virku efnin dísúlfíram og benzýlbenzóat. Saman hafa þau áhrif á marga sníkla, t.d. höfuðlús, flatlús og kláðamaur. Lyfið hefur einnig verkun á nit (egg) lúsa.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis áburður.
Venjulegar skammtastærðir:
Sjá leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á lús eða kláðamaur koma fljótt fram eftir notkun, áhrif á nit og einkenni sýkingar geta þó tekið lengri tíma, t.d. getur kláði verið viðvarandi í allt að 4 vikur eftir meðferð gegn kláðamaur þótt meðferðin beri fullan árangur
Verkunartími:
Lyfið er látið vera á húðinni í 1 sólarhring sem dugar í flestum tilfellum til að vinna á sýkingu.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Áburðurinn er aðeins notaður einu sinni í senn við tilfallandi sýkingu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Áburðurinn er aðeins notaður einu sinni í senn við tilfallandi sýkingu.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru stórir skammtar eða vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Áburðurinn er aðeins notaður einu sinni í senn við tilfallandi sýkingu.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru teknar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Útbrot og mikill kláði |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gúmmíofnæmi
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Venjulegar skammtastærðir.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Ekki má neyta áfengis 12 klst. áður en lyfið er tekið og ekki meðan á lyfjatöku stendur.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.