Syntocinon
Hormónalyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Oxýtócín
Markaðsleyfishafi: Defiante Farmaceutica | Skráð: 1. desember, 1972
Syntocinon nefúði er notaður til að auðvelda brjóstagjöf og til að hindra bólgur í brjóstum vegna mjólkurstíflu. Stungulyfið er notað á sérstökum deildum undir nákvæmu eftirliti til að setja í gang eða flýta fyrir fæðingu. Oxýtócín, virka efnið í lyfinu, veldur auknum samdrætti í legi og veldur einnig samdrætti í frumum umhverfis mjólkurkirtlana og auðveldar þannig brjóstagjöf.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Nefúði og stungulyf í æð.
Venjulegar skammtastærðir:
1 nefúði (6,7 míkrógrömm) í aðra nösina u.þ.b. 5 mín. áður en brjóstagjöf hefst. Stungulyf er notað til að gangsetja fæðingu. Stungulyfið er eingöngu notað á sjúkrahúsum.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun kemur mjög fljótt fram.
Verkunartími:
20-40 mín.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Nefúðinn geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Eftir að umbúðir hafa verið rofnar geymist lyfið í 4 vikur við stofuhita.
Ef skammtur gleymist:
Nefúðinn er notaður eftir þörfum fyrir brjóstagjöf.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Engum vandkvæðum er bundið að hætta notkun lyfsins.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hjartsláttartruflanir | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Prostaglandín auka áhrif oxýtócíns og þess vegna á ekki að nota þau ásamt oxýtócíni við fæðingu.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Nefúða má ekki nota á meðgöngu eða í fæðingu. Stungulyf má ekki nota á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk en þó slíkt gerist er talið ólíklegt að það frásogist frá meltingarfærum barns og hafi áhrif á það.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlað eldra fólki.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Gangsetning fæðingar með oxýtócíni skal einungis framkvæmd á sérstökum deildum undir nákvæmu eftirliti.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.