Strepsils Cool

Hálslyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Amýl-m-kresól Díklórbenzýlalkóhól

Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare | Skráð: 1. september, 2010

Díklórbenzýlalkóhól og amýl-m-kresól hafa sýklahemjandi, sveppaeyðandi og veiruhamlandi verkun. Þau eru notuð í staðbundinni meðferð við vægum sýkingum í munni, tannholdi eða hálsi. Algengast er þó að lyfið sé notað við hálsbólgu en það slær á eymsli og ertingu í hálsi.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Munnsogstöflur.

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla í senn á 2-3ja klst. fresti eftir þörfum.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun hefst innan 5 mínútna en sýking gæti orðið viðvarandi í einhvern tíma þótt lyfið sé tekið.

Verkunartími:
Allt að 2 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki tekið reglulega.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins hvenær sem hentar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum.

Langtímanotkun:
Lyfið hentar ekki til langtímanotkunar. Aukin hætta er á tannskemmdum.


Aukaverkanir

Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot, kláði          

Milliverkanir

Milliverkanir við önnur lyf eru ekki skráðar.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá konum með barn á brjósti.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára án samráðs við lækni.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Hver tafla inniheldur 2,5 g af sykri.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.