Solaraze 3%
Önnur húðlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Díklófenak_
Markaðsleyfishafi: Almirall | Skráð: 1. janúar, 2020
Solaraze 3% inniheldur virka innihaldsefnið díklófenak. Díklófenak er bólgueyðandi lyf með verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Lyfið er borið útvortis á húð til að meðhöndla húðkvilla sem kallast geislunarhyrning (Actinic keratosis). Geislunarhyrning er vefjaskemmd sem veldur hrjúfum húðsvæði vegna of mikla útsetningu sólarljóss.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis hlaup.
Venjulegar skammtastærðir:
Borið 2svar á dag á viðkomandi svæði á húð. Meðferð varir venjulega í 2-3 mánuði. Hámarksárangur næst um 1 mánuði eftir meðferðarlok.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Nokkrir dagar.
Verkunartími:
Hámarksárangur næst um 1 mánuði eftir að meðferð líkur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Eftir að túpan hefur fyrst verið opnuð skal nota hlaupið innan 6 mánaða.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Nota skal lyfið eins lengi og læknir segir til um. Meðferð varir venjulega í 2-3 mánuði.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef borið er of stór skammtur á húð skal skola umframmagnið af með vatni.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Væg húðerting er algengasta aukaverkun lyfsins.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Erting, sviði og verkir í auga | ![]() |
![]() |
|||||
Náladofi | ![]() |
![]() |
|||||
Niðurgangur eða ógleði | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot, bólgur og kláðaexem | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Milliverkanir
Litlar líkur eru á milliverkunum við önnur lyf vegna þess að lyfið frásogast að mjög litlu leyti í gegnum húðina og inn í blóðrás líkamans.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með ofnæmi fyrir öðrum bólgueyðandi lyfjum
Meðganga:
Ekki notað lyfið á meðgöngu, allra síst á síðasta þriðjungi meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Aðeins notað lyfið meðan á brjóstagjöf stendur með samráði við lækni. Ekki má bera lyfin á brjóstin.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastæðir
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Forðast skal beint sólarljós á húð meðan á meðferð stendur. Þetta á einnig við um ljósabekki. Lyfið á ekki að bera á sár eða sýkingar og einnig skal varast að hlaupið berist í augu eða slímhúð.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.