Saxenda
Sykursýkilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Liraglútíð
Markaðsleyfishafi: Novo Nordisk | Skráð: 1. september, 2017
Saxenda er lyf sem stuðlar að þyngdartapi og inniheldur virka efnið liraglútíð. Það er líkt náttúrulega hormóninu GLP-1 sem er losað úr þörmum eftir máltíð. Saxenda virkar með því að hafa áhrif á viðtaka í heilanum sem stjórna matarlystinni og veldur því að þú finnur fyrir seddutilfinningu og minna hungri. Þetta getur hjálpað þér við að borða minna og draga úr líkamsþyngdinni. Saxenda er notað til að draga úr þyngd til viðbótar við mataræði og hreyfingu hjá fullorðnum, 18 ára og eldri, sem eru með BMI 30 eða hærri (offita) eða BMI 27 til lægri en 30 (ofþyngd) og þyngdartengd heilsufarsvandamál (t.d. sykursýki, háan blóðþrýsting, óeðlilegt fitumagn í blóði eða öndunarvandamál í svefni sem kallast „teppukæfisvefn“). Líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index, BMI) er mælikvarði á þyngd þína í hlutfalli við hæðina.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf í lyfjapenna
Venjulegar skammtastærðir:
Einstaklingsbundnar
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið frásogast hægt, hámarskverkun næst um 8-12 klst eftir gjöf undir húð.
Verkunartími:
2-3 dagar
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Breytt mataræði og minnkuð sykurneysla er þáttur í meðferð. Læknirinn mun setja þig á sérstakt mataræði og æfingaáætlun.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Fyrir notkun: Geymið í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa. Við notkun:
Lyfjapennann má geyma í allt að 1 mánuð við lægri hita en 30˚C eða í kæli (2˚C-8˚C). Má ekki frjósa.
Hafið hettuna á lyfjapennanum þegar hann er ekki í notkun til varnar gegn ljósi.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir skammti skaltu nota Saxenda um leið og þú manst eftir því.
Ef hins vegar meira en 12 klst. eru liðnar frá því að þú áttir að nota Saxenda, áttu að sleppa skammtinum sem gleymdist. Notaðu síðan næsta skammt á venjubundinn hátt daginn eftir.
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki skal hætta að nota Saxenda án þess að ráðfæra sig við lækni. Ef notkun þess er hætt getur blóðsykurinn aukist.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú notar stærri skammt af Saxenda en mælt er fyrir um hafðu þá samband við lækni án tafar. Mögulega þarftu á læknismeðferð að halda. Þú gætir fundið fyrir ógleði, kastað upp eða fengið niðurgang.
Langtímanotkun:
Lyfið er ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Blóðsykurfall er algengasta aukaverkuninr
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Húðútbrot, kláði og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Vitað er að fjöldi lyfja hefur áhrif á efnaskipti glúkósu. Læknirinn verður því að taka tillit til hugsanlegra milliverkana og á hann ávallt að spyrja sjúklinga sína um öll lyf sem þeir nota.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Meðganga:
Ekki má nota Saxenda á meðgöngu þar sem ekki er vitað hvort það hefur skaðleg áhrif á ófætt barn.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort Saxenda skilst út í brjóstamjólk, því skal ekki nota lyfið meðan á brjóstagjöf stendur.
Börn:
Notkun Saxenda er ekki ráðlögð hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára þar sem öryggi og verkun hjá þessum aldurshópi hefur ekki verið staðfest.
Akstur:
Lágur blóðsykur (blóðsykursfall) getur dregið úr einbeitingarhæfni. Ólíklegt er að Saxenda hafi áhrif á hæfni þína til aksturs og notkunar véla. Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.
Áfengi:
Getur valdið lækkun á blóðsykri. Einkenni um lækkaðan blóðsykur líkjast að sumu leyti áhrifum áfengis. Það minnkar líkur á því að einkennin þekkist og að rétt sé brugðist við þeim. Sjúklingar sem nota lyfið ættu því helst ekki að neyta áfengis
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.