Ritalin Uno
Örvandi lyf og lyf sem efla heilastarfsemi | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Metýlfenídat
Markaðsleyfishafi: INFECTOPHARM Arzneimittel und Consilium | Skráð: 1. febrúar, 2004
Metýlfenídat, virka efnið í Ritalin Uno, er örvandi lyf skylt amfetamíni. Áhrif þess eru fyrst og fremst á miðtaugakerfið þar sem það eykur athygli, einbeitingu og sjálfstraust, en minnkar þreytutilfinningu. Vellíðan og aukin afköst fylgja oft töku lyfsins. Metýlfenídat er oftast notað við athyglisbresti með ofvirkni í börnum, en þar sem það eykur einbeitingu og athygli getur það auðveldað ofvirkum börnum nám og samskipti við aðra. Í sumum tilfellum er lyfið notað við sömu einkennum hjá fullorðnum, svo og við síþreytu. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef lyfið er tekið í langan tíma fylgir oft depurð og þreyta þegar töku lyfsins er hætt. Lyfið getur dregið úr matarlyst og valdið þyngdartapi. Þetta getur haft áhrif á vöxt barna sem taka lyfið lengi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
10-40 mg á dag að morgni. Hylkin gleypist heil. Hylkin má opna og dreifa innihaldinu yfir mat. Má hvorki tyggja þau né mylja.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 1 klst.
Verkunartími:
Misjafn eftir sjúklingum.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Koffein getur aukið örvandi áhrif lyfsins. Ekki neyta koffeins á meðan lyfið er tekið.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu. Lyfið getur valdið svefntruflunum sé það tekið seinni hluta dags eða að kvöldi.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Fráhvarfseinkenni geta komið fram þegar töku lyfsins er hætt og því þarf oft að minnka skammta smám saman. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef vart verður við einkenni eins og mjög hraðan eða óreglulegan hjartslátt, hjartsláttarónot, verk fyrir brjósti, háan hita eða krampa skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.
Langtímanotkun:
Fylgjast skal reglulega með ávinningi meðferðarinnar, vexti og matarlyst barna, geðheilsu og ástandi hjarta og æða. Venjulega er hægt að stöðva meðferð við eða eftir kynþroska. Þol getur myndast við áhrifum lyfsins.
Aukaverkanir
Algengar aukaverkanir eru yfirleitt vægar og hverfa oftast nær eftir nokkurra daga meðferð. Taugaveiklun og svefnleysi kemur stundum fyrir í upphafi meðferðar. Ef þetta hverfur ekki má vera að læknirinn minnki skammtinn eða breyti hvenær lyfið er tekið inn.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Blóð í þvagi | |||||||
Gula | |||||||
Hiti, liðverkir, hárlos | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur | |||||||
Hreyfitruflanir | |||||||
Höfuðverkur, syfja, munnþurrkur | |||||||
Krampar | |||||||
Kvíði, óróleiki, taugaveiklun, þunglyndi | |||||||
Minnkuð matarlyst | |||||||
Munnþurrkur, sjóntruflanir | |||||||
Niðurgangur | |||||||
Ofvirkni eykst | |||||||
Ógleði, uppköst, kviðverkir, meltingartruflanir | |||||||
Svefnleysi, svefndrungi, sundl | |||||||
Útbrot og mikill kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Hósti, verkur í koki, bólga í nefkoki | |||||||
Hár blóðþrýstingur |
Milliverkanir
Gæta verður varúðar ef metýlfenídat er gefið samtímis öðrum lyfjum sem hafa áhrif á miðtaugakerfið, svo sem geðdeyfðarlyfjum, flogaveikilyfjum og sefandi lyfjum. Athuga þarf skammtastærðir blóðþynnandi lyfja ef Ritalin Uno er tekið þeim samtímis. Lyfið getur dregið úr verkun blóðþrýstingslækkandi lyfja.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Alphagan
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Azilect
- Brimonidin Bluefish
- Elvanse Adult
- Eucreas
- Galvus
- Glimeryl
- Klomipramin Viatris
- Mirvaso
- Noritren
- Rasagilin Krka
- Simbrinza
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Volidax
- Warfarin Teva
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú hafir einhvern tíma misnotað lyf eða áfengi
- þú sért með gláku
- þú sért með háan blóðþrýsting eða hjartasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
- þú sért með Tourettes heilkenni
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú þjáist af kvíða
- þú eigir við önnur geðræn vandamál að stríða
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára.
Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlað eldra fólki.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þreytu. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Bannað í keppni.
Fíknarvandamál:
Ritalin Uno getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.