Plaquenil
Lyf gegn frumdýrum | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Hýdroxýklórókín
Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 1. desember, 1972
Plaquenil, sem inniheldur virka efnið hýdroxýklórókín, er notað við malaríusýkingum (mýraköldu) og vissum bólgusjúkdómum, s.s. gigt. Það er bæði notað við meðhöndlun og til þess að fyrirbyggja malaríusýkingar, en lyfið hefur áhrif á flestar tegundir malaríusníkilsins. Verkunarmáti þess er ekki að fullu þekktur, en lyfið drepur sníkilinn og einkenni sýkingar hverfa á 1-2 sólarhringum. Hýdroxýklórókín slær einnig á einkenni iktsýki og rauðra úlfa. Báðir þessir sjúkdómar eru sjálfsofnæmissjúkdómar, eða þegar ónæmiskerfi líkamans ræðst á eigin vefi. Verkunarmáti hýdroxýklórókíns er ekki heldur þekktur í þessum tilfellum, þó virðist sem það bæli ónæmiskerfið á einhvern hátt.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Malaría: 400-1200 mg á dag; Fyrirbyggjandi við malaríu: 400 mg einu sinni í viku, meðferð er haldið áfram í 4 vikur eftir heimkomu. Iktsýki, rauðir úlfar: 200-400 mg á dag, hámark 6 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Við malaríu: 1-2 dagar; í iktsýki eða rauðum úlfum líður mun lengri tími.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef einn skammtur er tekinn á viku skaltu taka lyfið um leið og munað er eftir því og halda áfram eins og venjulega. Ef lyfið er tekið oftar skaltu taka skammtinn um leið og munað er eftir honum nema stutt sé til næsta skammts, þá skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef vart verður við öndunarerfiðleika, krampa eða skerta meðvitund skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.
Langtímanotkun:
Aukaverkanir lyfsins koma frekar fram þegar það er notað í langan tíma. Æskilegt er að fylgjast reglulega með blóðfrumum og sjón.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru mjög háðar skammtastærðum og meðferðarlengd. Þær algengustu eru óþægindi í meltingarvegi, sem ganga oftast yfir þegar líður á meðferð, eða ef skammtar eru minnkaðir. Þegar lyfið er notað sem fyrirbyggjandi við malaríu eru aukaverkanir mjög sjaldgæfar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Höfuðverkur, svimi, þreyta | |||||||
Ógleði, uppþemba, kviðverkir | |||||||
Sjóntruflanir | |||||||
Skapgerðarbreytingar | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Hýdroxýklórókínín getur aukið áhrif blóðsykurlækkandi meðferðar. Því getur þurft að minnka skammta insúlíns eða sykursýkilyfja.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með blóðsjúkdóm
- þú sért með einhvern blóðsjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með psoríasis
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með meltingarfærasjúkdóm
- þú sért með taugasjúkdóm
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lítil reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum. Minni skammtar eru notaðir.
Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Aukaverkanir lyfsins geta dregið úr aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.