Natriumklorid B. Braun (innrennslislyf)
Elektrólýtar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Natríumklóríð
Markaðsleyfishafi: B.Braun Melsungen AG | Skráð: 15. desember, 2009
Natriumklorid B. Braun er lausn sem ætluð er til innrennslis beint í blóðið. Lyfið inniheldur salt (natríumklóríð) og vatn, auk þess jónirnar natríum og klóríð, sem eru mikilvægar fyrir vökvajafnvægi líkamans. Natriumklorid B. Braun er notað til að leiðrétta vökva- og saltajafnvægi við tap á söltum og vatni (ofþornun). Natriumklorid B. Braun má nota í stuttan tíma til að bæta upp blóðtap. Einnig er hægt að nota Natriumklorid B. Braun til að leysa upp eða þynna önnur lyf sem þú þarft að nota sem hluta af meðferð þinni.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innrennslislyf, lausn (9 mg/ml).
Venjulegar skammtastærðir:
Skömmtun er einstaklingsbundin og skal miðuð við aldur sjúklingsins, líkamsþyngd og klínískt ástand. Natriumklorid B. Braun er gefið sem innrennsli (dreypi) í æð. Læknir eða annað heilbrigðisstarfsfólk
annast lyfjagjöfina. Lengd meðferðarinnar fer eftir ástandi þínu og þörfum.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú heldur að þú hafir fengið og mikið af Natriumklorid B. Braun skalt þú strax láta lækninn eða annað heilbrigðisstarfsfólk vita.
Einkenni ofskömmtunar geta verið ógleði, uppköst, niðurgangur, magakrampar, þorsti, munnþurrkur,
augnþurrkur, sviti, hiti, hjartsláttarónot, hækkaður blóðþrýstingur, nýrnabilun, vatn í lungum sem veldur öndunarerfiðleikum (lungnabjúgur), þroti einkum á ökklum (bjúgur á útlimum), höfuðverkur, svimi, eirðarleysi, pirringur og máttleysi.
Aukaverkanir
Mjög sjaldgæfar.
Milliverkanir
Aukin uppsöfnun á natríum eða klóríði getur komið fram hjá sjúklingum sem eru samhliða á meðferð með barksterum eða nýrnahettubarkarhormón (ACTH).
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- líkami þinn inniheldur of mikinn vökva (ofvökvun)
- natríuminnihald í líkamanum þínum er of hátt
- klóríðinnihald í líkamanum þínum er of hátt
Meðganga:
Má nota.
Brjóstagjöf:
Má nota.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.