Nasogen
Neflyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Xýlómetazólín
Markaðsleyfishafi: Ratiopharm | Skráð: 1. ágúst, 2022
Nasogen er notað við nefstíflum og miklu nefrennsli. Xýlómetazólín, virka efni lyfsins, veldur því að æðar í nefslímhúðinni dragast saman. Við þetta minnka bólgur í nefslímhúðinni og dregið er úr slímmyndun. Lyfið er einnig notað við miðeyrnabólgu. Ef xýlómetazólín er notað lengur en 7 daga í senn eykst hætta á því að langvarandi bólga í nefslímhúð komi fram þegar notkun lyfsins er hætt.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Nefúði.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn eldri en 10 ára: 1 úði (1 mg/ml) í hvora nös 1-3svar á dag. Börn 2-10 ára: 1 úði (0,5 mg/ml) í hvora nös 1-3svar á dag. Snýttu þér fyrir notkun og andaðu rólega inn um nefið um leið og lyfið er notað.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Nokkrar mín.
Verkunartími:
6-8 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er aðeins notað eftir þörfum.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stórir skammtar geta valdið sviða og óþægindum í nefi. Mjög stórir skammtar geta valdið hröðum hjartslætti, háum blóðþrýstingi og eirðarleysi. Hafðu samband við lækni ef þessi einkenni koma fram.
Langtímanotkun:
Lyfið má ekki nota lengur en 7 daga í senn. Notkun lengur en 7 daga í senn getur leitt til bólgu í nefslímhúð og því valdið vítahringi.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hjartsláttartruflanir | |||||||
Útbrot og mikill kláði | |||||||
Sviði, þurrkur og erting í nefi |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gláku
- þú sért með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
- þú sért með stækkun í blöðruhálskirtli
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Ekki er mælt með notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Börn 2-10 ára nota vægari styrkleikann (0,5 mg/ml)
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.