Minifom

Lyf gegn starfrænum meltingartruflunum | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Dímetikón Kísilsýrukvoða

Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 1. desember, 1975

Minifom inniheldur sílikonsambönd en þau minnka yfirborðsspennu í slími maga og þarma. Með þessu móti losnar auðveldar loft úr slími meltingarfæranna. Sílikonsambönd eru notuð við uppþembu og óþægindum vegna aukins lofts í maga og þörmum. Þau eru einnig notuð við ungbarnakveisu og vindsperringi á fyrstu þremur mánuðum ævinnar. Auk þessa eru sílikonsambönd notuð til að minnka froðumyndun sem verður í maga við magaspeglun.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Dropar til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
10 dropar með hverri máltíð, gefnir með skeið. Hristist fyrir notkun.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Árangur meðferðar kemur ekki að fullu í ljós fyrr en eftir 2 daga.

Verkunartími:
Lyfið hefur verkun í nokkrar klst. eftir inntöku.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á svölum stað (8-15°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið geymist í 4 vikur við stofuhita.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er aðeins notað við tilfallandi einkennum.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Lyfið er ætlað til notkunar í skamman tíma. Hafið samband við lækni ef þörf þykir að taka lyfið í lengri tíma en nokkra daga í senn.


Aukaverkanir

Engar þekktar. Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.


Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun

Meðganga:
Lyfið hefur ekki áhrif á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst ekki í brjóstamjólk.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir.

Eldra fólk:
Venjulega ekki notað.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.