Meropenem WH
Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Meropenem
Markaðsleyfishafi: Williams & Halls | Skráð: 18. mars, 2019
Meropenem WH tilheyrir flokki lyfja sem nefnast carbapenem sýklalyf. Það er notað til að mehöndla ýsmar sýkingar hjá fullorðnum og börnum frá 3 mánaða aldri. Meropenem hindrar myndun frumuveggja baktería og veldur þannig dauða þeirra.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyfs-/innrennslisstofn.
Venjulegar skammtastærðir:
Þér verður gefið Meropenem WH með inndælingu eða innrennsli í æð. Skammtar eru ákvarðaðir út frá sýkingu, aldri og þyngd.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
U.þ.b. klukkutími.
Verkunartími:
Einstaklingsbundið.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá
Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir inndælingu áttu að fá hana svo fljótt sem auðið er. Hins vegar, ef nánast er komið að
næsta skammti áttu að sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal strax hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Skammtur og lengd meðferðar er ákvarðað út frá gerð og alvarleika sýkingar.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Húðútbrot, kláði | |||||||
Höfuðverkur | |||||||
Kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Rautt eða brúnt þvag |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Ráðlagt er að forðast notkun meropenems á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lítið magn lyfsins getur borist í brjóstamjólk. Læknir mun ákveða hvort þú tekur meropenem á meðan þú ert með barn á brjósti.
Börn:
Lyfið er ætlað börnum 3 mánaða og eldri.
Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.
Akstur:
Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.