MenQuadfi

Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Neisseria Meningitidis af stofngerð A, C, W og Y

Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 18. nóvember, 2020

MenQuadfi er bóluefni sem notað er til bólusetningar við Neisseria meningitidis. Bóluefnið inniheldur hreinsað brot úr bakteríunni sem að vekur upp mótefnasvörun í líkamanum og örvar ónæmiskerfið til að framleiða verndandi mótefni gegn bakteríunni. Neisseria meningitidis er meningókokka baktería sem getur valdið alvarlegum sjúkdómum eins og heilahimnubólgu og blóðsýkingu, sem geta leitt til dauða ef ekkert er aðhafst. Einkenni sjúkdómsins geta verið mjög lúmsk og í upphafi líkjast þau oft venjulegri kvefpest eða flensu. Sjúkdómurinn gengur yfir í faröldrum og er hann algengastur í börnum en fólk á öllum aldri getur þó fengið hann. Byrjað var að bólusetja gegn þessum bakteríum í lok ársins 2002 en fram til þess höfðu að meðaltali um 10-15 einstaklingar sýkst á hverju ári af alvarlegum sýkingum af völdum meningókókka C.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í vöðva.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða hjúkrunarfræðingur gefur lyfið í vöðva, í upphandlegg eða læri. Ráðlagður skammtur er ein stök inndæling (0,5 ml).

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fljótlega.

Verkunartími:
Að minnsta kosti 7 ár.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa.

Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Á ekki við.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti          
Höfuðverkur          
Pirringur, grátur hjá ungabörnum          
Roði, bólga og eymsli á stungustað          
Svimi, yfirlið        
Syfja          
Uppköst, ógleði og niðurgangur hjá börnum          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar        

Milliverkanir

Lyfið má ekki blanda í sömu sprautu við önnur bóluefni. Ef nota á önnur bóluefni samtímis þarf að nota aðra stungustaði.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með blæðingasjúkdóm
  • þú sért með hita eða sýkingu
  • þú sért með skert ónæmiskerfi

Meðganga:
Takmarkaðar upplýsingar um notkun lyfsins á meðgöngu liggja fyrir.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk. Ekki skal gefa lyfið nema brýna nauðsyn beri til.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum frá 12 mánaða aldri.

Eldra fólk:
Engin þörf á skammtaaðlögun.

Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Bólusetningin er stakur skammtur en hægt er að nota annan skammt sem örvunarbólusetningu en engar upplýsingar liggja fyrir sem benda á að hún sé nauðsynleg eða hvenær á að gefa örvunarskammt.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.