Lamisil
Sveppalyf við húðsjúkdómum | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Terbínafín_
Markaðsleyfishafi: Karo Healthcare AB | Skráð: 1. apríl, 1993
Lamisil er sveppalyf sem er notað við sveppasýkingum í húð. Lyfið safnast fyrir í fituvef undir húðinni og því vara áhrif þess lengi eftir notkun. Virka efnið terbínafín hefur breiða sveppadrepandi virkni, þ.e. virkar sveppadrepandi á flestar tegundir sveppa sem algengt er að valdi sýkingum í húð.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis krem.
Venjulegar skammtastærðir:
Hreinsið og þurrkið sýkt húðsvæðið og þvoið hendurnar fyrir notkun. Berið þunnt lag á sýkta húðsvæðið. Þvoið hendurnar eftir að kremið er borið á til að koma í veg fyrir að sýkingin berist til annarra svæða líkamans.
Meðhöndla skal húðsveppi, hringlaga húðsveppasýkingu og hvítsveppasýkingu í húð 1 sinni á dag í 1 viku. Litbrigðamyglu skal meðhöndla 1-2svar á sólarhring í 2 vikur.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir staðsetningu sýkingar og næmi sveppa fyrir lyfinu.
Verkunartími:
Einkenni hverfa gjarnan eftir nokkra daga en mikilvægt er að krára meðferðina tilað fyrirbyggja að sýkingin taki sig upp aftur. Hafa skal í huga að það getur tekið nokkar vikur þar til húðin lítur alveg eðlilega út aftur.
Lyfið hefur sveppaeyðandi áhrif á viðkomandi húðsvæði í að minnsta kosti 7 daga eftir að meðferðinni er hætt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notaðu lyfið svo lengi sem læknir segir fyrir um. Hætti lyfjanotkun of snemma aukast líkur á því að sýkingin nái sér aftur á strik.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við höndina.
Langtímanotkun:
Leitið ráða hjá lækni ef einkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru sjaldgæfar og vægar eftir útvortis notkun.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Húðþurrkur | ![]() |
![]() |
|||||
Kláði | ![]() |
![]() |
|||||
Litabreytingar í húð | ![]() |
![]() |
|||||
Sviði, roði eða erting í húð | ![]() |
![]() |
|||||
Ofnæmi: Útbrot, blöðrumyndun eða ofsakláði | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|||
Hrúðurmyndun | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Milliverkanir fyrir Lamisil eru ekki þekktar þegar um staðbundna útverstis notkun er að ræða.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Konur með barn á brjósti mega ekki nota lyfið þar sem terbínafín berst út í brjóstamjólkina. Ungabörn mega ekki komast í snertingu við húðsvæði sem eru meðhöndluð með lyfinu, þar með talin brjóst.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára án samráðs við lækni þar sem reynsla af notkun á þessum aldurshópi er takmörkuð.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Má ekki nota í muni eða gleypa. Lyfið má ekki nota til að meðhöndla sveppasýkingar í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Forðist að bera kremið á svæði kringum augun.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.