Ketogan

Verkjalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Cetóbemídón Dímetýl-amínódífenýl-bútenhýdróklóríð

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. júlí, 1994

Ketogan er notað við miklum verkjum vegna krabbameins, nýrna- og gallsteina, beinbrota, eftir hjartaaðgerð og í fæðingum. Lyfið er verkjalyf í morfínflokki. Það hefur verkjastillandi (cetóbemídón) og krampalosandi (dímetýl-amínódífenýl-bútenhýdróklóríð) áhrif. 5-10 mg af cetóbemídón gefið um munn verka kröftuglega.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töfur til inntöku og endaþarmsstílar.

Venjulegar skammtastærðir:
1-2 töflur eða endaþarmsstílar í senn á 4-6 klst. fresti. Hver tafla inniheldur 5 mg af cetóbemídóni og 25 mg af dímetýl-amínódífenýl-bútenhýdróklóríð og hver endaþarmsstíll 10 mg af cetóbemídóni og 50 mg af dímetýl-amínódífenýl-bútenhýdróklóríð. Töflurnar gleypist með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun kemur fram innan 10-30 mín.

Verkunartími:
Verkun varir í 3-5 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef lyfið er tekið að staðaldri skaltu taka skammtinn sem fyrst og halda áfram að taka lyfið með sama millibili og áður. Ef lyfið er tekið við tilfallandi verkjum má sleppa skammtinum og taka lyfið þegar þörf krefur. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Séu forsendur fyrir lyfjatöku ekki lengur fyrir hendi má hætta töku þess. Hafðu samband við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni sem fyrst ef of stór skammtur er tekinn. Mesta hættan stafar af öndunarbælingu og ef öndun er hæg eða óregluleg þarf að koma sjúklingi strax til læknis.

Langtímanotkun:
Cetóbemídón er ekki ætlað til langtímanotkunar. Lyfið er ávanabindandi.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hægur hjartsláttur, blóðþrýstingsfall          
Munnþurrkur          
Ógleði, uppköst, hægðatregða          
Svimi, vellíðan          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Öndunarerfiðleikar        
Þvagtregða        

Milliverkanir

Áfengi, svefnlyf og geðlyf með slævandi verkun auka hættu á meðvitundarleysi og skerða öndun. Hvorki má nota lyfið samtímis MAO-hemlum (geðlyf) né fyrr en 14 dögum eftir að notkun þeirra hefur verið hætt.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með astma
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með slímsöfnun í lungum
  • þú sért með öndunarbælingu
  • þú sért undir áhrifum áfengis eða vímuefna

Meðganga:
Lyfið getur haft áhrif á fóstur og/eða nýbura.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru notaðir.

Akstur:
Lyfið skerðir hæfni til aksturs.

Áfengi:
Áfengi eykur öndunarhemjandi áhrif lyfsins. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Fíknarvandamál:
Ketogan getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.