Hirudoid
Æðaverndandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Heparínóíð
Markaðsleyfishafi: STADA Arzneimittel | Skráð: 1. ágúst, 1984
Hirudoid er notað við æðabólgu og marblettum sem liggja grunnt undir húð. Virka efnið heparínóíð er skylt blóðþynningarlyfinu heparíni og hefur blóðþynnandi og bólguhemjandi áhrif. Þegar lyfið er borið á húð eykst flæði blóðs og vökva frá bólgna svæðinu og flýtir fyrir því að blóðtappar og marblettir leysist upp og bólga minnki. Hluti lyfsins berst frá húðinni inn í blóðrás líkamans, en ekki nægilega mikið til þess að valda almennri blóðþynningu. Lyfið má ekki nota í opin sár eða á skaddaða húð og gæta verður þess að það berist ekki í augu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis hlaup og krem.
Venjulegar skammtastærðir:
Lyfinu er nuddað inn í húðina 1-2svar á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings.
Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hafðu samband við lækni áður en notkun lyfsins er hætt.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru mjög stórir skammtar eða vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða, en ráðlegt er að fara reglulega í skoðun hjá lækni.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Útbrot og mikill kláði |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst ekki í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er almennt ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.