Enbrel
Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Etanercept
Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 11. október, 2006
Enbrel er svokallað líftæknilyf sem að inniheldur virka efnið etanercept. Lyfið er notað hjá fullorðnum við meðferð á iktsýki, sóragigt, hryggikt og skellupsoriasis. Hjá börnum er lyfið notað við liðagigt hjá börnum 2 ár aog eldri og við svæsnu skellupsoriasis hjá börnum frá 6 ára aldri. Etanercept er svokallaður TNF-blokkari. TNF er hluti af ónæmiskerfi líkamans og er í auknu magni í bólgusjúkdómum, þegar lyfið hamlar TNF dregur það úr bólguferlinu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf.
Venjulegar skammtastærðir:
25mg 2svar í viku eða 50mg 1 sinni í viku sem inndæling undir húð í læri, kvið eða afturhluta upphandleggs. Skammtastærð og tíðni skammta fyrir börn er háð líkamsþyngd og sjúkdómnum.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Getur tekið nokkrar vikur eða mánuði.
Geymsla:
Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Hægt að geyma Enbrel utan kæliskáps við hitastig að hámarki allt að 30°C í eitt skipti í allt að 4 vikur; eftir það á ekki að geyma lyfið í kæli á ný.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir skammti, skaltu sprauta honum um leið og þú manst eftir því nema næsti skammtur sé áætlaður daginn eftir, en þá skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).
Langtímanotkun:
Virðist án vandkvæða.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hjartabilun | |||||||
Höfuðverkur | |||||||
Meltingartruflanir | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Sýkingar | |||||||
Alvarlegar sýkingar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með krabbamein
- þú sért með sýkingu
- þú sért með taugasjúkdóm
Meðganga:
Aðeins skal nota Enbrel meðan á meðgöngu stendur ef brýn nauðsyn krefur.
Brjóstagjöf:
Lyfið skilst út í brjóstamjólk en ólíklegt er að það hafi áhrif á barnið. Einungis skal nota lyfið samhliða brjóstagjöf í samráði við lækni.
Börn:
Enbrel er ekki ætlað til notkunar handa börnum yngri en 2 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir en gæta skal varúðar hjá 65 ára og eldri.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.
Áfengi:
Ekki skal nota Enbrel við meðferð lifrarbólgu sem tengist misnotkun áfengis.
Annað:
Einungis sérfræðilæknar í gigtarlækningum, húðsjúkdómum og ónæmisfræði mega ávísa lyfinu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.