Ciflox

Eyrnalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Cíprófloxacín_ Hýdrókortisón_

Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare | Skráð: 1. maí, 2021

Ciflox er notað við hlustarbólgu af völdum sýkla sem eru næmir fyrir cíprófloxacíni. Lyfið inniheldur tvö virk efni, sýklalyfið cíprófloxacín og hýdrókortisón sem er vægur steri. Cíprófloxacín er breiðvirkt sýklalyf. Það hindrar afritun erfðaefnis í bakteríum og kemur með því móti í veg fyrir frumuskiptingu og fjölgun þeirra. Lyfið þolist yfirleitt vel og aukaverkanir þess eru tiltölulega fátíðar. Hýdrókortisón er sterahormón sem myndast í nýrnahettunum. Hér er það notað staðbundið til þess að draga úr bólgum, kláða og ofnæmiseinkennum, en það bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið. Hýdrókortisón er oft notað í samsetningu með öðrum virkum efnum sem hafa sýkla- eða sveppadrepandi áhrif, rétt eins og í þessu lyfi, til þess að slá á kláða og útbrot sem fylgja sýkingum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Eyrnadropar.

Venjulegar skammtastærðir:
3 dropar í sýkt eyra 2svar á dag í 7 daga. Ráðlagt er að liggja og snúa eyranu upp og láta dropana drjúpa inn í eyrað. Glasið skal hrista fyrir notkun.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.

Verkunartími:
Um 12 klst. eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nota skal lyfið innan 2ja vikna frá því að innri umbúðir eru opnaðar.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notaðu lyfið jafn lengi og læknir segir til um. Ef notkun er hætt of snemma getur sýkingin náð sér aftur á strik, jafnvel þótt einkenni hennar hafi verið horfin.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Lyfið er nær eingöngu notað í skamman tíma við tilfallandi sýkingum í eyrum.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Minna snertiskyn og breytt húðskyn          
Útbrot og mikill kláði          

Milliverkanir

Engar þekktar milliverkanir eru við þetta lyfjaform.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með gat á hljóðhimnu

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Upplýsingar skortir til þess að meta áhættu fyrir barnið ef mjólkandi móðir tekur lyfið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.