Botox

Vöðvaslakandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Bótulínuseitur

Markaðsleyfishafi: Allergan | Skráð: 1. júlí, 1994

Botox inniheldur bótúlínuseitur tegund A úr Clostridium botulinum (C. botulinum). Bótúlínuseitur er taugaeitur sem er framleitt af bakteríunni C. botulinum, bakterían finnst víða t.d. í matvælum, en hún dafnar best í súrefnissnauðu umhverfi og því eru matvæli sem eru í lofttæmdum umbúðum (t.d. niðursuðu dósum) góður staður fyrir hana. Við neyslu mengaðra matvæla veldur bakterían matareitruninni Bótulisma, en hún veldur alvarlegri lömun. Eitrið er þrátt fyrir þetta notað bæði sem fegrunarlyf og í læknisfræðilegum tilgangi. Eiginleiki eitursins er þá notaður til að lama vöðva, t.d. er sprautað sáralitlu magni í hrukkur til að gera húðina sléttai. Eitrið sem gengur undir lyfjaheitinu Botox er notað við taugasjúkdómum, t.d. staðbundnum krömpum og einkennum langvinns mígrenis, vandamálum í þvagblöðru og vandamálum í húð og húðfærum t.d. óhóflegri svitamyndun í handakrika.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf

Venjulegar skammtastærðir:
Fer eftir ábendingu

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Strax við inndælingu

Verkunartími:
Yfirleitt 12 vikur

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
ekki þörf á breyttu mataræði

Geymsla:
Óblanað í kæli eða frysti. Eftir blöndun í allt að 5 daga í kæli

Ef skammtur gleymist:
Ef skammtur gleymist skal hafa samband við lækni

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta nema með læknisráði

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hætta á staðbundni eða fjarlægri, almennri og verulega mikilli taugavöðvalömun

Langtímanotkun:
Ekki þekkt


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Augnþurrkur          
Húðútbrot          
Kláði          
Kyngingartregða          
Ljósfælni          
Vöðvaslappleiki          
Þróttleysi          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sýkingu eða húðsjúkdóm við stungustað

Meðganga:
Ekki má nota lyfið á meðgöngu

Brjóstagjöf:
Engar upplýsingar liggja fyrir, ekki er hægt að mæla með að lyfið sé notað á meðan á brjóstagjöf stendur

Börn:
Aðeins notað af læknum með reynslu af mati og meðferð síbeygjukrampa hjá börfnum

Eldra fólk:
Engin sérstök skammtaaðlögun nausðynleg

Akstur:
Þróttleysi og máttleysi, svimi og sjóntruflanir sem gætu haft áhrif á hæfni til aksturs

Áfengi:
Getur haft áhrif á vöðvaslappleika

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.