Betnovat

Barksterar húðlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Betametasón_

Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 1. desember, 1980

Betnovat inniheldur barksterann betametasón. Betametasón er notað við bólgusjúkdómum og ofnæmiseinkennum. Það bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið og hefur almennt sömu áhrif og svokallaðir sykursterar sem myndast í nýrnaberki. Betnovat er notað við ýmsum húðsjúkdómum þar sem sterar eiga við, eins og t.d. við exemi, bólgum, kláða, psoríasis og ofnæmiseinkennum í húð. Sterar sem eru notaðir í húðlyf skiptast gróflega í 4 flokka eftir styrkleika. Betametasón er tiltölulega öflugur steri og tilheyrir flokki 3, næstöflugasta flokknum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis áburður og áburður í hársvörð.

Venjulegar skammtastærðir:
Áburður: Borið á í þunnu lagi 2-3svar á dag. Áburður í hársvörð: Borið í hársvörð kvölds og morgna. Hendur skal þvo eftir notkun.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir notkun, lyfjaformi og ástandi sjúklings.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er venjulega aðeins notað þangað til að einkenni hafa minnkað eða eru horfin. Farðu eftir fyrirmælum læknis.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Stórir skammtar í langan tíma geta leitt til húðþynningar eða almennra aukaverkana. Hafðu samband við lækni ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni.

Langtímanotkun:
Meiri hætta er á að aukaverkanir lyfsins komi fram. Betametasón getur valdið húðþynningu þegar það er notað útvortis í langan tíma.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru tíðari þegar lyfið er notað lengi. Við meðhöndlun á stórum húðsvæðum geta almenn áhrif barkstera komið fram. Afleiðingarnar geta verið kringluleitara andlitslag, beinþynning og hömlun á vexti. Þetta er hins vegar mjög sjaldgæft.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Almenn steraáhrif        
Húðþynning          
Útbrot og mikill kláði          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir. Gæta skal varúðar við notkun lyfsins.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.