Adartrel (Lyfjaver)

Lyf við Parkinsonsjúkdómi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Rópíníról

Markaðsleyfishafi: Lyfjaver | Skráð: 1. nóvember, 2020

Adartrel er ætlað til meðferðar gegn einkennum miðlungsmikillar eða alvarlegrar fótaóeirðar. Dæmigerð einkenni alvarlegrar fótaóeirðar eru veruleg óþægindi í fótleggjum og/eða svefnleysi. Rópíníról, virka efnið í Adartrel, er dópamínviðtakaörvi. Það eykur áhrif dópamíns sem er taugaboðefni, framleitt í líkamanum og slær um leið á sjúkdómseinkenni fótaóeirðar.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Einstaklingsbundnar. Skammtur er aukinn þar til bestu svörun er náð. Töflurnar takist rétt fyrir háttatíma eða allt að 3 klst. fyrir svefn. Má taka með mat til að forðast óþægindi frá meltingarvegi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir einstaklingum en ætti að koma fram eftir nokkra daga eða vikur.

Verkunartími:
Misjafn eftir einstaklingum.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í upprunalegum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu. Ef gleymist að taka lyfið í nokkra daga ætti að hefja meðferð að nýju með skammtaaðlögun.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Þegar hætt er á lyfinu skal minnka skammtinn smám saman samkvæmt læknisráði.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Eftir 3ja mánaða meðferð ætti að endurskoða skammtastærð og þörf fyrir áframhaldandi meðferð.


Aukaverkanir

Til að draga úr aukaverkunum af völdum lyfsins hefur reynst vel að minnka skammtastærðina smám saman og auka inntökuna svo aftur rólega þegar aukaverkanir hafa gengið til baka. Það er hugsanlegt að einkenni fótaóeirðar geti versnað við meðferð með rópíníróli í stað þess að batna, þannig að fótaóeirð byrjar fyrr og endurtekning einkenna snemma morguns getur komið fram.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Kvíði          
Ofskynjanir, rugl          
Ógleði, uppköst, kviðverkir          
Svimi          
Yfirlið          
Þreyta, svefnhöfgi          

Milliverkanir

Ef sjúklingur byrjar eða hættir á uppbótarhormónameðferð meðan á meðferð stendur getur þurft að aðlaga skammtastærð. Ef sjúklingur byrjar að reykja eða hættir því meðan á meðferð stendur getur þurft að aðlaga skammtastærð.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með alvarlegan geðsjúkdóm

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið getur hamlað mjólkurmyndun. Lyfið á ekki að nota samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Skammta þarf að auka hægar hjá þeim sem eru eldri en 65 ára vegna hægari úthreinsunar rópíníróls hjá þessum aldurshópi.

Akstur:
Lyfið getur haft slævandi áhrif og haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Áfengi getur magnað slævandi áhrif lyfsins. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.