Ristill

Veirusjúkdómar

Ég hef greinst með ristil og nú eru komin ljót útbrot á bakið með miklum kláða og sársauka.

Er eitthvað sem ég get gert til að minnka sársauka og kláða.

Hægt er að bera krem á útbrotin sem innihalda Sink, þau draga að einhverju úr verkjum.

Verkjalyf geta einnig dregð eitthvað úr sársaukanum. Stundum er einnig sett staðdeyfandi en það yrði að vera í samráði við lækni.

Ef það eru blöðrur í útbrotunum er hægt að fá veirulyf hjá læknis sem stytta veikindatímabilið og sýklalyf ef sýking er komin í útbrotin.