Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörÁ breytingaskeiðinu þá minnkar estrógenið hjá konum sem getur valdið breytingum á líkamanum. Frá 30 ára aldri getur vöðvamassinn minnkað allt að 3-5% á hverjum áratug og eykst enn frekar við breytingaskeiðið ef ekkert er gert. Lesa grein
Breytingaskeiðið er ferli sem hefst þegar tíðahringir fara að verða óreglulegir og færri, oftast í kringum fimmtugsaldurinn. Þetta tímabil getur varað í 7 til 14 ár og kallar á sérstaka athygli á mataræði og lífsstíl þar sem hormónastarfsemi breytist verulega, einkum vegna minnkandi estrógenframleiðslu. Lesa grein
Allar konur ganga í gegnum tíðahvörf en það er þegar blæðingar stöðvast. Um er að ræða náttúrulegt ferli sem allir einstaklingar sem fæðast með eggjastokka ganga í gegnum á einhverjum tímapunkti. Lesa grein
Leiðin að ,,lausninni” er einstaklingsbundin og heildræn, en það er þó óhætt að segja að þegar að kemur að því að stuðla að góðri efnaskiptaheilsu er blóðsykur- og streitustjórnun í algjöru lykilhlutverki. Við leggjum áherslu á að takmarka óþarfa streituvalda, eins og sykur og skyndibita og veljum næringarríka og uppbyggilega orku. Þegar að þú getur veldu mat sem þú sérð hvaðan kemur, og hefur helst engan eða stuttan lista yfir innihaldsefni - helst sem þú þekkir. Lesa grein
Öll höfum við upplifað að vera misupplögð fyrir æfingar og hreyfingu. Hjá konum er þetta stundum meira fyrirsjáanlegt en hjá körlum, þar sem mánaðarlegar hormónasveiflur tengdar tíðahring kvenna geta haft umtalsverð áhrif á brennslu, afkastagetu, styrk og endurheimt. Lesa grein
Hér finnur þú öll skráð lyf á Íslandi sem seld eru í apótekum
Leiðin að ,,lausninni” er einstaklingsbundin og heildræn, en það er þó óhætt að segja að þegar að kemur að því að stuðla að góðri efnaskiptaheilsu er blóðsykur- og streitustjórnun í algjöru lykilhlutverki.
Hvað getum við gert til að styðja við góða efnaskiptaheilsu og hlúa betur að hormónajafnvægi okkar? Veljum uppbyggilega næringu með prótein í aðalhlutverki fyrir virkni og vellíðan. Prótein eru okkur nauðsynleg fyrir líkamlega burði og viðhald og eru uppistaða hormóna og taugaboðefna.
Við notum húð- og snyrtivörur til að hreinsa, vernda og breyta lykt eða útliti líkama okkar, svo eitthvað sé nefnt. Sífellt fjölgar vörum á markaði og húðrútínur verða æ flóknari með hverju árinu. Það er skiljanlegt - við viljum flest vera besta útgáfan af okkur sjálfum.
Við höfum flestöll orðið vör við nýja tískubylgju sem hefur vaxið stórlega síðustu tvö árin en vaxandi fjöldi barna og unglinga eru farin að tileinka sér mjög flókna húðrútínu. Börn allt niður í 7-8 ára aldur eru farin að sýna húðvörum mikinn áhuga og jafnvel óska eftir snyrtivörum og húðkremum í gjafir eða frá foreldrum sínum. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru nokkrar.