Þríburaforeldrarnir þrír fá fyrstu Vöggugjafirnar
-
Á myndinni má sjá Ástrósu Pétursdóttur, Margréti Finneyju Jónsdóttur og Mariusz Mierzejewski.
Í apríl varð íslandsmet í þríburafæðingum en þrjár fjölskyldur eignuðust þríbura. “Að eignast þríbura má lýsa sem bæði dásamlegt og krefjandi verkefni” segir Ástrós Pétursdóttir þríburamóðir. Þríburaforeldrarnir þrír þiggja fyrstu Vöggugjafir Lyfju, eina fyrir hvert barn.
Það veitir starfsfólki Lyfju ómælda ánægju að gefa verðandi og nýbökuðum foreldrum Vöggugjöf þriðja árið í röð. Þetta eru með skemmtilegustu dögunum í verslunum Lyfju þegar foreldrar koma við hjá okkur og ná í gjöfina sína" segir Sigurlaug Gissurardóttir vef- og verkefnastjóri hjá Lyfju.
Öllum verðandi eða nýbökuðum foreldrum býðst nú Vöggugjöf frá Lyfju. Vöggugjöf Lyfju er ókeypis glaðningur, ætlaður verðandi foreldrum og börnum að þriggja mánaða aldri. Gjöfin inniheldur vörur að verðmæti um 15.000 kr en vörurnar eru sérvaldar og geta komið í góðar þarfir fyrir foreldra og börn.
Vöggugjöfin er gefin af Lyfju þriðja árið í röð, foreldrum að kostnaðarlausu. Einfalt er að panta gjöfina í gegnum netverslun Lyfju og á www.voggugjof.is