Lyfja tilnefnd sem smásali ársins

Almenn fræðsla

Lyfja hefur hlotið tilnefningu sem Retailer of the Year í flokki apóteka á evrópsku verðlaunahátíðinni European Natural Beauty Awards. Verðlaunin verða veitt 9. október næstkomandi.

Tilnefnd eru fyrirtæki sem tekið hafa eftirtektarverð skref í að veita neytendum aðgengi að vönduðum og áreiðanlegum upplýsingum um húð- og snyrtivörur.

Neytendur eru sífellt meðvitaðri um innihaldsefni í húð-og snyrtivörum og aukinn áhugi er á aðgengi að skýrum upplýsingum um slíkar vörur. Lyfja fagnar því að viðskiptavinir efli innihaldslæsi sitt og setji þannig kröfur á framleiðendur og endursöluaðila.

Heimur innihaldslýsinga getur verið flókinn og illskiljanlegur fyrir hinn almenna neytanda. Lyfja vinnur statt og stöðugt að því að styrkja sína sérstöðu með því að votta hreinar vörur og merkja þær skilmerkilega í hillum verslana sinna og veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf og stuðning til að einfalda valið. Eins vinnur Lyfja að því að auka aðgengi að hreinum, náttúrulegum og lífrænum vörum með Heilsuhúsinu sem er „store in store“ í stærstu verslunum Lyfju

Þær vörur sem fá vottunina Hrein vara í Lyfju hafa verið yfirfarnar og innihaldsefni rýnd af sérfræðingum á sviði skaðlegra innihaldsefna. Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði, er faglegur ráðgjafi vottunarinnar Hrein vara í Lyfju og felst vottunin í ítarlegri yfirferð á hverju einasta innihaldsefni vörunnar. Skoðað er hver innihaldsefnin eru, hvernig þau eru unnin, hvert notagildi vörunnar er og rannsóknir um efnin rýndar.

Það er okkur mikill heiður að fá tilnefningu til European Natural Beauty Awards og að okkar vegferð veki athygli utan landsteinanna. Við tökum þessari viðurkenningu sem hvatningu til að áfram á sömu braut, en undanfarin ár höfum við tekið stefnumiðuð skref í átt að því að auka lífsgæði með bættri heilsu með vöruúrvali okkar, þjónustu og .

Vefsíða European Natural Beauty Awards: https://www.europeannaturalbeautyawards.com/