Fyrir hverja hentar lyfjaskömmtun?
Lyfjaskömmtun tryggir betur rétta lyfjainntöku og veitir betri yfirsýn á inntökuna, sérstaklega fyrir þá sem taka inn margar mismunandi tegundir lyfja á mismunandi tímum.
Hvað upplýsingar koma fram á pokunum?
- Nafn og kennitala
- Hvenær á að taka lyfið (dagsetningu og tíma)
- Nafn lyfsins/lyfjanna
Hver er ávinningurinn af Lyfjaskömmtun?
Lyfjaskömmtun auðveldar þér að:- fá betri yfirsýn yfir lyfjameðferð
- forðast að taka of mikið af lyfjum
- forðast að taka of lítið af lyfjum
- gleyma ekki lyfjunum þínum
- taka lyfin á réttum tíma
- lyfjameðferð skili tilætluðum árangri
Hvernig ferðu í lyfjaskömmtun?
Læknirinn þinn getur haft samband við apótek Lyfju og beðið um að lyfin þín fari í lyfjaskömmtun.Þú getur líka fengið rafræna skömmtunarlyfjaávísun hjá lækninum þínum og komið við í næsta apóteki Lyfju og rætt við lyfjafræðing um hvort að Lyfjaskömmtun henti þér. Ef svo er gerir þú þjónustusamning við apótek Lyfju. Þú færð svo lyfin send í apótek Lyfju sem er næst þér eða velur að fá þau heimsend.
Apótekið getur aðeins skammtað töflum og hylkjum. Ef þú færð önnur lyf sem ekki er hægt að pakka skammta, t.d. freyðitöflur, innöndunarlyf eða augndropa, færðu það til viðbótar við lyfjaskömmtunina í Lyfju. Að auki er hægt að fá flestar gerðir vítamína og bætiefna með í lyfjaskömmtuninni.
Hvað kostar að vera í lyfjaskömmtun?
Þú greiðir eingöngu lyfin sem koma í rúllunni auk hóflegs skömmtunargjalds. Við leitumst við að pakka ódýrasta lyfinu, nema þú hafir sérstakar óskir eða þarfir. Að öðru leiti gilda reglur um greiðsluþátttöku í lyfjaskömmtun líkt og við afhendingu lyfja gegn lyfjaávísun í apóteki.Skömmtunargjald sem fer eftir því hversu marga daga þú pantar í hvert sinn og ef valin er heimsending bætast 990 kr. við skömmtunargjaldið.
- 1-7 dagar: 982 kr.
- 8-14 dagar: 1.520 kr.
- 15-28 dagar: 2.304 kr.
Skömmtunargjald er innheimt með hverri lyfjaskömmtun.
Breytingar á lyfjum í lyfjaskömmtun
Ef læknirinn þinn breytir lyfjameðferð mun lyfjafræðingurinn sjá til þess að uppfæra skömmtunina þína í samræmi við það annað hvort frá og með næstu lyfjaskömmtun eða með svokallaðri viðbótarskömmtun sem getur þurft ef þarf að gera breytingar strax. Þú fengir þá í hendur litla aukarúllu með breytingunni sem dugar þar til sú rúlla sem þú ert með klárast.Ertu með spurningar?
Þér er alltaf velkomið að hafa samband við lyfjafræðinganna okkar í næsta apóteki Lyfju, sent okkur tölvupóst á lyfja@lyfja.is eða hafa samband við okkur í netspjalli Lyfju ef þú ert með spurningar um Lyfjaskömmtunina.*verð getur breyst án fyrirvara.