Augnskimun fyrir sykursjúka
Augnskimun með gervigreind byggir á háþróaðri myndgreiningartækni sem styður við mat á augnbotnum og auðveldar eftirlit með augnheilsu fyrir þá sem eru með sykursýki. Tæknin notar öflugar myndavélar til að taka nákvæmar myndir af augnbotnum, sem síðan eru greindar með sérstöku gervigreindarkerfi.
Kerfið er þjálfað á stórum gagnasöfnum af augnbotnamyndum ásamt því að vera margvottað í rannsóknum víðsvegar um heim og getur greint mynstur og frávik sem tengjast áhættuþáttum fyrir augnsjúkdóma í sykursýki
Líttu við í Lyfju Lágmúla, þú færð niðurstöður innan 15 mínútna. Annað hvort er niðurstaðan jákvæð og mælir engar breytingar eða mælir breytingar og þá bendum við viðskiptavinum á að leita til augnlæknis.
Verndaðu sjónina og komdu reglulega í augnskimun
Ef þú ert með sykursýki er mikilvægt að fara reglulega í augnskimun. Hátt blóðsykursstig og hár blóðþrýstingur geta skemmt æðar í augunum og leitt til sjónskerðingar ef ekki er gripið inn í tímanlega. Með reglulegri skimun og góðri umönnun er hægt að vernda sjónina til framtíðar.Hvað getur þú gert til að vernda sjónina?
- Haltu blóðsykrinum í jafnvægi. Of hár blóðsykur getur skemmt æðar í augunum og aukið hættu á sjónskerðingu. Borðaðu hollan mat, fylgstu með blóðsykrinum og fylgdu ráðum frá lækni.
- Gættu að blóðþrýstingnum. Hár blóðþrýstingur hefur áhrif á augnsjúkdóm í sykursýki og getur valdið skemmdum á sjónhimnu. Reglulegt eftirlit, hreyfing og hollt mataræði hjálpa til við að halda honum í skefjum og blóðþrýstingalyf þegar við á.
- Farðu reglulega í augnskimun. Sykursýki getur haft áhrif á augun án þess að þú finnir fyrir einkennum til að byrja með. Skimun getur hjálpað til við að greina breytingar snemma.
- Borðaðu hollt. Næringarríkt mataræði með grænmeti, ávöxtum, omega-3 og vítamínum getur styrkt augnheilsu.
- Verndaðu augun gegn sól. Notaðu sólgleraugu (eða venjuleg gleraugu) með UV-vörn til að vernda augun gegn skemmdum af völdum sólarljóss.
- Haltu augunum rökum. Ef augun eru þurr eða ertandi geta gervitár hjálpað.
- Lyfja Lágmúla kl. 8:00-16:00 virka daga. Tímapantanir eru óþarfar.
Verð:
- Almennt verð 4.990 kr.
- Eldri borgarar og öryrkjar 3.990 kr.