Sinadráttur á næturnar
Er að berjast við sinadrátt sem ég fæ oft á næturnar í kálfa er eitthvað sem virkar vel til að losna við þetta
Það fyrsta sem hægt væri að mæla með er að taka inn Magnesíum. Það hjálpar mjög mörgum að losna við sinadrátt í löppum auk þes sem það getur veitt slökunartilfinningu.
Ef sinadrátturinn er vegna mikillar aukningar í æfingum er betra að auka þær hægt, auk þess að teygja vel á fyrir og eftir æfngar og á kvöldin.
Nægt vatn og hollur matur hjálpar auk þess til.
Ef þetta dugar ekki til eru til lyf sem hægt er að prófa. Þú myndir ræða það við þinn lækni en talsverðar aukaverkanir fylgja oft töku þessarra lyfja. Langi þér til að lesa þér til um þau er stundum gefið Quinine sulphate.