Seyði
Ég hef um langan tima gert seyði úr engifer, sítrónu og chili pipar. Sýð þetta saman og hef þetta vel sterkt. Finnst í raun og veru þetta gera mér mjög gott gagnvart kvefi, bólgum og vera einnig vatnslosandi.
Byrjaði fyrir nokkru að drekka eitt stórt glas á fastandi maga og finnst það örfa meltinguna.
Þá kemur spurningin. Er eitthvað sem mælir á móti þessu og er eitthvað sem vitað er um gagnvart magni sem gott er að neyta á dag?
Ég þekki ekki til þess að til séu ráðlagðir dagsskammtar fyrir Sítróni, Engifer og Chili pipar. Mjög erfitt væri að búa það til enda erfitt að magngreina efnin í þessum ávöxtum/grænmeti ( Einsog þú veist getur Chili pipar verið mjög misjafnlega sterkur ).
Ég þekki ekki nægjanlega vel inn á ráðlagt magn en svo lengi sem þér líður vel get ég ekki séð neitt á móti þessu. Ef þú vilt hinsvegar fá betri upplýsingar myndi ég ráðleggja þér að tala við næringarfræðing.