Naglasveppur
Hvað er notað við sveppasýkingu í tánöglum?
Tvennskonar meðferð í boði. Annarsvegar lakk sem er borið á neglurnar (Amorolfin) en það er borið á 1sinni í viku í allt að 9-12 mánuði. Hinsvegar eru það töflur (Terbinafin) sem eru teknar 1 á dag i um 3 mánuði.
Amorolfin færðu án lyfseðils í næsta apóteki. Töflurnar er lyfseðilsskyldar.
Elvar - Lyfjafræðingur