Magaóþægindi

Meltingarfærasjúkdómar Meltingin

Ég er að eiga við þrálátt vandamál en það er niðurgangur daglega. Oftast fljótlega eftir máltíð. Ég hef gert tilraunir á mataræði en ekkert virðist virka. Ég hef farið í speglanir s.s. maga og ristil en án þess að nokkuð hafi fundist. Mér dettur í hug hvort eitthvað sé til af bætiefnum sem gætu hjálpað mér.

Ég myndi ráðleggja þér að prófa góðgerla, oft nefndir Acidophilus. Ég ráðlegg þér að taka ekki ódýrasta heldur frekar skammt sem inniheldur nokkrar mismunandi tegundir af gerlum og sem geymt er í kæli.