L-Tyrosine

Almenn fræðsla

L-Tyrosine. Hvað gerir það ? Er það leyft á Íslandi.

L-tyrosine eða tyrosine er ein af amínósýrunum, búið til úr annarri amínósýru phenylalanine. Hennar meginhlutverk er nýsmíði próteina. 

Efnið er einnig forveri taugaboðefna og eykur helst styrk dópamíns og norephinephrines. Áhrif á skap einstaklinga er þó hverfandi og helst eingöngu talið hafa lítilleg áhrif á þá sem eru undir miklu stressi. 

Tyrosine er fæðubótarefni og er selt hér á Íslandi. Hér hjá okkur í Lyfju veit ég bara um það í blöndu með öðrum amínósýrum.