Fosrenol
Hvers konar lyf er Fosrenol? Við hverju er það gefið? Á að taka það með mat? Á að tyggja það og hvernig þekkir maður það þá frá öðrum lyfjum í lyfjaskömmtunarrúllunni?
Fosrenol er fosfatbindandi lyf sem er notað til að hafa stjórn á blóðfosfathækkun sökun nýrnabilunar, hvort sem þeir eru í blóðskiljun, samfelldri kviðskilun eða með fosfatgildi yfir 1,78 mmól/l. Lyfið binst við fosfat í meltingarvegi og myndar komplex sem líkaminn frásogar ekki.
Lyfið skal taka meðan á máltið stendur, eða strax á eftir, til að hámarksfosfatbinding verði. Vegna sömu ástæðu verður að tyggja töflurnar algjörlega, eða mylja þær fyrst og kyngja svo.
Töflurnar má þekkja út frá eftirfarandi upplýsingum úr sérlyfjaskrá; "Hvítar, kringlóttar, 20mm flatar töflur með sniðbrúnum, þykktar með "S405/500" eða "S405/750" á annarri hliðinni".
Hvort S405/500 eða S405/750 stendur fer eftir styrkleika taflnanna. 500 mg töflurnar bera áletrunina S405/500, á meðan 750 mg töflurnar bera S405/750.