Breytingarskeið
Ég er nýorðin 44 ára og er byrjuð að fá hitaköst á næturnar. Ég hef fengið hitaköst í nokkur ár í kringum blæðingar en mér finnst það vera að aukast upp á síðkastið. Hvaða náttúrlegu töflur mynduð þið mæla með?
Mér dettur helst í hug Femarelle. Sjá hér til dæmis í vefverslun heilsuhússins.
Einnig má sjá kynningu eða reynslusögur notenda á vefsíðu innflytjenda. Varan ætti að fást í flestum apótekum Lyfju, Apóteksins og í Heilsuhúsinu.